30.10.2009 | 11:02
Bílavit, bókavit, boltavit og Darwin
Hvað eru eiginlega vitsmunir? Vitsmunir er eins og líkamlegt atgerfi, flókið samsett fyrirbæri sem er alls ekki auðvelt að skilgreina.
Vitanlega getum við mælt lengd beina, massa og form vöðva, andlitsdrætti og líkamsburð. Engu að síður er mjög erfitt að steypa öllum mælingunum okkar í eina einkunn fyrir líkamlegt atgerfi. Þegar við (þá meina ég Jóhannes og fjölskylda) erum að rækta kindur, er hægt að skilgreina lömb með hnellin læri, þykka bakvöðva og litla bakfitu sem vænleg til undaneldis. Það er mun erfiðara að meta atgervi mannfólks og tilgreina hverjir séu heppilegir í íshokkí eða fótbolta.
Eins eru vitsmunir, greind eða andlegt atgervi samsett úr mörgum ólíkum þáttum. Andstætt líkamlegu atgervi er miklu erfiðara að mæla þær einingar sem skipta máli í andlegu atgervi...þótt ég geri mér grein fyrir að atferlisfræðingar, sálfræðingar og félagsþróunarfræðingar hafa lært heilmikið á síðustu öld.
Sem nemendur kynnust við ólíkum fræðigreinum. Sumir eru góðir í jarðfræði, aðrir í ensku, og þeim sem vegnar vel í sögu getur farnast ver í verkfræði.
Vitið er ekki bundið við lærdóm af bókum; margir sýna verkvit, bílavit, boltavit og blómavit. Ég þekki samt engan sem er snillingur í að gera við bíla, leysir öll verk af stakri prýði, þyrlar bolta eins og L. Messi og ræktar rósir á Ísafirði.
Charles Darwin var sá fyrsti sem lagði áherslu á að fyrst að lífverur væru samsettar, t.d. þannig að fætur og nýru þroskuðust óháð hvort öðru, þá gætu eiginleikar lífvera þróast óháð hverjum öðrum.
Þess vegna getur náttúrulegt val aukið tíðni stökkbreytinga sem gæða fólk "grænum fingrum" (líklega mikilvægt þegar landbúnaðarbyltingin hófs) án þess að hafa áhrif á gen sem tengjast veiðivísi.
Að síðustu, mér finnst það alltaf jafn merkilegt hversu sterk viðbrögð bifreiðar vekja hjá ungum drengjum og dúkkuvagnar stúlkum. Bílar og dúkkuvagnar voru ekki hluti af umhverfi forfeðra okkar, þannig að ómögulegt er að líffræðileg þróun hafi ýtt undir þessa eiginleika. Spurningin er hvaða eiginleika þessara hluta það eru sem fanga athygli barnanna.
Joe Cain ætlar að tala um rannsóknir Darwins á vitsmunum mannsins í fyrirlestri á Darwin dögunum, á morgun kl 13:00 í hátíðarsal aðalbyggingar HÍ. Allir eru velkomnir, erindið verður flutt á ensku, en á aðgengilegu máli.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Darwin og þróun | Breytt s.d. kl. 17:20 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Mjög spennandi pælingar.
Hólmfríður Pétursdóttir, 30.10.2009 kl. 17:43
Þetta er spennandi fyrirlestur. Verst að ég kemst ekki á hann. Vonandi verður vel mætt.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 30.10.2009 kl. 21:37
Uss, það er ekki PC að tala um mun á kynjunum, þú verður kjöldreginn!
Kristinn Theódórsson, 30.10.2009 kl. 21:40
Takk Hólmfríður fyrir innlitið.
Sævar, vona einnig að Galileo fyrirlesturinn verði vel sóttur.
Kristinn
Fyrst var það vangavelta og núna staðhæfing, "það er munur á kynjunum." Fyrir suma eiginleika en ekki alla.
Arnar Pálsson, 31.10.2009 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.