Leita í fréttum mbl.is

Tveir kostir

Joe Cain flutti hreint stórkostlegan fyrirlestur í gær, um rannsóknir Darwins á vitsmunum mannsins.

Því miður brást tæknin okkur, en annars hefðum við getað boðið upp á fyrirlesturinn á myndformi. Vonandi tekst okkur að bjarga því fyrir næsta fyrirlestur (Hrefna Sigurjónsdóttir og Sigurður Snorrason ætla að ræða um þróun atferlis).

Joe hefur unnið nokkur til nokkura kennsluverðlauna, og heldur um 30 fyrirlestra á ári fyrir almenning. Hann tekur meðal annars þátt í fyrirlestraröð í samstarfi við samtök sem sinna félagstarfi eldri borgara, fær að hitta fullt af fólki, ræða hugmyndir sínar, heyra skoðanir annara, drekka te og borða öndvegiskex.

Hann er með mörg járn í eldinum, meðal annars að skoða vísindamenn sem gantast (ótrúlegt ekki satt, sumir þeirra (vilja/þykjast) hafa skopskyn!).

Kostur tvö er að benda á umfjöllun The Onion um þá staðreynd að ákveðin sorpfæðukeðja yfirgefur landið (sérkennilegt orðalag ekki satt!). Larry Rubin (sem hét áður Troy Row) segir t.d.

Let this serve as a warning to us all. Iceland has universal health care and now they have no more McDonald’s.

Sá þriðji er vitanlega að snúa sér aftur að því að greina gögnin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Ég er sammála þeim sem sakna like möguleikans  sem Facebook hefur.

Takk fyrir fróðleik og skemmtun.

Hólmfríður Pétursdóttir, 1.11.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Vildi óska þess að ég hefði komist á fyrirlesturinn. Finnst þetta mjög áhugavert viðfangsefni. Ó well, maður mætir bara næst.

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 1.11.2009 kl. 18:49

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk Hólmfríður sömuleiðs.

Sævar, viðfangsefnið og framsetningin var fyrirtak. Það er alltaf næst...

Arnar Pálsson, 2.11.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband