3.11.2009 | 13:51
Forskráning á líffræðiráðstefnuna
Ráðstefna um líffræðirannsóknir á Íslandi verður haldin 6. og 7. nóvember næstkomandi.
Nú hafa 103 erindi verið staðfest, 5 yfirlitserindi og 107 veggspjöld. Drög að dagskrá eru komin á vef Líffræðifélags Íslands og þar er einnig hægt að fá upplýsingar um greiðslu ráðstefnugjalda (mjög hófleg - 2000 kr/500 kr fyrir nemendur).
Ég mun á næstu dögum benda á nokkur erindi og verkefni sem gætu vakið áhuga fólks.
Fyrst langar mig til að minnast á erindi Ines Thiele, sem er hluti af nýstofnuðu kerfislíffræðisetri við HÍ. Hún er að rannsaka efnaskiptakerfi fruma. Nýlega birti hún grein í Science ásamt Bernharði Pálssyni, og öðrum samstarfsmönnum. Sú rannsókn fjallaði um greiningu á byggingu allra ensíma einfaldrar bakteríu Thermatoga, og samþættingu við upplýsingar um efnaskiptagetu þeirrar lífveru.
Ines fjallar um rannsóknir sínar í erindi eftir hádegi þann 6. nóvember.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:14 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.