3.11.2009 | 16:53
Mannætuljónin á visi.is
Óli Tynes fjallar um mannætuljón í frétt á vísi.is í dag.
Tvö frægustu mannætuljón heims eru nú til sýnis í náttúrufræðisafninu í Chicago. Kannski rétt að taka fram að þau eru uppstoppuð.
Þessi ljón drápu og átu tugi indverskra verkamanna á níu mánaða tímabili árið 1898 þegar verið var að byggja járnbrautarbrú yfir Tsavo fljótiið í Kenya.
Ekki er alveg á hreinu hversu marga menn ljónin drápu. Nefndar hafa verið tölur frá sjötíu og tveimur og upp í hundrað þrjátíu og fimm.
Þessi saga var kveikjan að kvikmyndinni The Ghost and the Darkness með þeim Michael Douglas og Val Kilmer í aðalhlutverkum.
Tyrannosaurus rex steingervingur kenndur við stofnanda safnsins Sue Hendrickson.
Náttúrufræðisafnið í Chicago (the Field Museum) er ævintýralegur staður, sem við heimsóttum því miður ekki nægilega oft þegar við bjuggum þar. Ég man ekki til þess að hafa séð Tsavo ljónin á sýningu þar, enda var sýningin sett upp 2007 eftir að við fluttum.
Náttúrufræðisafnið í Chicago var stofnað 1896 til að halda utan um gripi úr heimsýningunni 1893 sem haldin var í Chicago. Nafn safnsins er virðingarvottur við Marshall Fields, viðskiptajöfur í Chicago sem studdi safnið með ráð, dáð og líklega fjárframlögum.
Saga Náttúruminjasafns Íslands er því miður ekki jafn glæsileg. Hún er frekar saga vonbrigða og áfalla, eins og Hilmar Malmquist rakti í grein í morgunblaðinu árið 2006 (af vef HIN). Nú er mál að linni, og að íslenska þjóðin öðlist samastað fyrir sína náttúrulegu arfleið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:58 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Hvernig ætli líði þessum áformum um almennilegt náttúruminjasafn nú þegar kreppan er staðreynd?
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.11.2009 kl. 18:50
Planið var að opna safn sem byggja átti í Garðabæ, núna í haust.
Það gerðist augljóslega ekki, að hluta til vegna hrunsins. Ég held að það sé spurning um að finna nýtilegt húsnæði í þeim þúsundum fermetra sem byggðir voru á síðustu árum og sem ríkið á í raun.
Arnar Pálsson, 4.11.2009 kl. 09:44
Minnir einhvern veginn að það hafi staðið til að byggja náttúrugripasafn í Urriðaholti í Garðabæ.
Eða er ég kannski að rugla því saman við hönnunarsafnið.
Það er amk. allt stopp þar núna.
Arnar, 4.11.2009 kl. 10:07
Oops..
Las þessa færslu.. og svo öll hin bloggin sem ég les.. og skrifaði svo svar.
23 mín eftir að Arnar sjálfur var búinn að segja það sama og ég
Arnar, 4.11.2009 kl. 10:09
Hvort er nú betra að bíða eftir því að hægt sé að fá allt á einum stað sýningarsali, sem standast kröfur, rannsóknar húsnæði og geymslur og hvað annað sem svona náttúrugripasafn þarf, eða að koma fyrir sýnisgripum svo einhver sýning sé almenningi aðgengileg og vinna síða áfram að hinu öllu.
Náttúrufræðihús H.Í er auðvitað löngu fullt, eða hvað?
Ég sakna þess að geta ekki farið með barnabörnin á náttúrugripasafn.
Í endurminningunn var safnið á lofti Landsbókasafnshússins skemmtilegur áfangastaður skoðunarferðar og sama má segja um safnið á Hverfisgötunni þegar ég fór með eigin dætur þangað.
Hólmfríður Pétursdóttir, 4.11.2009 kl. 14:38
Arnar
Ég lendi oft í þessu sjálfur.
Fletti þessu aðeins upp og samkvæmt vísi.is þá stefnir allt í að náttúruminjasafnið verði í kössum næstu árin. Þar er rætt við Helga Torfason forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands. Skv viðtali við svavar@frettabladid.is.
Náttúrufræðaihús H.Í. er stappfullt af vísindamönnum, en það þætti kannski sjá fyrir sér kassa með gripum á jarðhæðinni, eina beinagrind af hval í loftið og eitthvað í þeim dúr (nema það brjóti gegn "arkjútiktúrunni").
Í þjóðmenningarhúsinu má sem betur finna nokkra gripi.
Arnar Pálsson, 4.11.2009 kl. 15:31
Var ekki búið að loka sýningunni í þjóðmenningarhúsinu? Minnir að kennararnir hefðu drifið sig með krakkana úr skólanum sem strákurinn minn sækir í þjóðmenningarhúsið síðasta vor áður en sýningunni væri lokað.
Svo erum við að gleyma Náttúrufræðistofu Kópavogs, þeir eru með sal undir bókasafninu. Hef ekki komið þangað inn sjálfur en strákurinn minn fór þangað með skólanum einhvern tíman og þótti spennandi (er amk. alltaf annarslagið að tala um að honum langi að fara aftur).
Arnar, 4.11.2009 kl. 16:01
Fór ekki sjálfur, en skv
http://www.thjodmenning.is/flokkun/syningar_adal.htm#syning3
verður hún opin til áramóta.
Arnar Pálsson, 4.11.2009 kl. 16:12
Rakst á ánægjulegar fréttir: Hús Náttúrufræðistofnunar rís
Arnar, 6.11.2009 kl. 15:57
Þetta eru frábær tíðindi.
Staðurinn er reyndar örlitið sérstakur, og ber vott um "sprawl"væðingu íslensks þéttbýlis. Næstum allir verða að keyra á safnið til að njóta náttúruminjanna.
En sannarlega jákvætt skref.
Arnar Pálsson, 8.11.2009 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.