5.11.2009 | 19:04
Líf og fiskur í Öskju
Fjölbreyttar íslenskar vísindarannsóknir verða til umfjöllunar á ráðstefnu Líffræðifélags Íslands, 6. og 7. nóvember næstkomandi. Í rúmlega hundrað erindum verður meðal annars fjallað um breytingar í útbreiðslu fiskistofna við landið, fækkun sjófugla, ný íslensk skordýr, ættgenga heilablæðingu, nýja sjúkdóma í laxfiskum, sumarexem í hrossum, breytingar á komutíma farfugla, samskipti stóðhesta, smádýr sem lifðu ísöldina af á Íslandi og tvíkynja meri, svo fátt eitt sé nefnt.
Í yfirlitserindum verða teknar saman nýjustu niðurstöður rannsókna á fjölbreyttum fræðasviðum líffræðinnar. Fjallað verður um framfarir í mannerfðafræði, vistkerfi norðurslóða, þroskun taugakerfisins, mikilvægi náttúruverndar og þróun atferlis.
Ráðstefnan er haldin í tilefni af 30 ára afmæli Líffræðifélags Íslands og 35 ára afmælis Líffræðistofnunar háskólans. Á henni kynna vísindamenn úr fjórum íslenskum háskólum, fjölda stofnana og náttúrufræðisetra, sem og íslenskir vísindamenn sem starfa erlendis, niðurstöður sínar.
Ráðstefnan er öllum opin og fer fram í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar, Öskju Náttúrufræðihúsi HÍ (stofum 132, 131 og 130) og sal Norræna húsins. Ráðstefnugjald er kr. 2000 (500 f. nema). Dagskrá og nánari upplýsingar er að finna á á heimasíðu Líffræðifélags Íslands, www.biologia.hi.is.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.