17.11.2009 | 11:06
Erindi: Krabbar, eyjur og nóbelsverðlaun
Mig langar til að benda ykkur á þrjú erindi um líffræðileg efni sem verða á næstunni.
Miðvikudaginn næsta (kl 16:00 í stofu 132) mun Óskar Sindri Gíslason flytja fyrirlestur til meistaraprófs í líffræði. Titillinn er grjótkrabbi (Cancer irroratus) við Ísland: tímgun, lirfuþroskun og uppruni.
Grjótkrabbi er nýr landnemi við Ísland. Þessi norður-ameríska tegund fannst fyrst hér við land árið 2006, en fyrir þann tíma fannst tegundin aðeins við austurströnd Norður-Ameríku. Krabbinn hefur líklega borist hingað til lands á lirfustigi í kjölfestuvatni og miðað við stærð einstaklinga í stofninum hefur landnámið líklega átt sér stað fyrir a.m.k. 10 árum. Erfðabreytileiki íslenska stofnsins bendir til þess að hann hafi borist hingað frá Halifax eða Nýfundnalandi í Kanada.
19. nóvember, kl. 12:20. mun Sigurður Ingvarsson forstöðumaður Rannsóknastöðvarinnar á Keldum halda erindi um Nóbelsverðlaunin í líf- og læknisfræði 2009: Litningaendar og telómerasi.
Nóbelsverðlaunin í líf- og læknisfræði 2009 skiptust jafnt á milli Elizabeth H. Blackburn (University of California, San Francisco), Carol W. Greider (John Hopkins University School of Medicine, Baltimore) og Jack W. Szostak (Harvard Medical School Boston; Howard Hughes Medical Institute). Verðlaunin voru veitt fyrir uppgötvun á byggingu og starfsemi litningaenda og ensímsins telómerasa.
Sjá eldri pistil um nóbelsverðlaunin í læknifræði 2009, og nánari umfjöllun.
Í þriðja lagi mun Hafdís Hanna Ægisdóttir halda fyrirlestur laugardaginn 21 nóvember (kl 13:00) um Lífríki eyja.
Allt frá tímum Darwins og heimsóknar hans til Galapagoseyja hafa eyjar vakið athygli fyrir sérstætt plöntu- og dýralíf. Tröllvaxin skriðdýr og skordýr, ófleygir fuglar og sérstæðar plöntur finnast á mörgum eyjum. Þessi sérkenni lífríkja eyja gera þær að vinsælum vettvangi þróunarfræðirannsókna.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Erindi og ráðstefnur | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.