Leita í fréttum mbl.is

Hin nýja líffræði öldrunar

Með hækkandi meðalaldri vestrænna þjóða fjölgar þeim sem þurfa að kljást við öldrunartengda sjúkdóma. Meðhöndlun við slíkum sjúkdómum er verulega erfið, m.a. vegna framvindu slíkra sjúkdóma og hversu flóknir þeir eru. Rannsóknir á öldrun gengu í endurnýjun lífdaga þegar stökkbreytingar í einstökum genum og breytingar á vissum umhverfisþáttum greindust sem lengdu ævi tilraunadýra.


Ferlarnir sem liggja að baki öldrun eru varðveittir í stórum hluta dýraríkisins. Því er hægt að nota rannsóknir á einföldum tilraunadýrum, eins og flugum og ormum, til að skilja ástæður öldrunar í mönnum.


Linda Partridge er prófessor við erfða-, þróunar- og umhverfisfræðideild Lundúnarháskóla (University College London). Hún hefur unnið til margra verðlauna, birt rúmlega hundrað vísindagreinar og leiðir „Stofnun um heilbrigða öldrun“(Institute of Healthy Ageing - www.ucl.ac.uk/iha/).


Erindið er hluti af fyrirlestraröð í tilefni 200 ára afmælis Charles Darwin sem fram fer haustið 2009. Dagskrá má nálgast á darwin.hi.is. Erindið er öllum opið og verður flutt á ensku.

Stund: 28. nóvember 2009, kl. 13:00

Staður: Stofa 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ.

 

Núna um helgina mun Hafdís H. Ægisdóttir halda fyrirlestur um lífríki eyja, í sömu fyrirlestraröð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband