17.11.2009 | 12:05
Hin nýja líffræði öldrunar
Ferlarnir sem liggja að baki öldrun eru varðveittir í stórum hluta dýraríkisins. Því er hægt að nota rannsóknir á einföldum tilraunadýrum, eins og flugum og ormum, til að skilja ástæður öldrunar í mönnum.
Linda Partridge er prófessor við erfða-, þróunar- og umhverfisfræðideild Lundúnarháskóla (University College London). Hún hefur unnið til margra verðlauna, birt rúmlega hundrað vísindagreinar og leiðir Stofnun um heilbrigða öldrun(Institute of Healthy Ageing - www.ucl.ac.uk/iha/).
Erindið er hluti af fyrirlestraröð í tilefni 200 ára afmælis Charles Darwin sem fram fer haustið 2009. Dagskrá má nálgast á darwin.hi.is. Erindið er öllum opið og verður flutt á ensku.
Stund: 28. nóvember 2009, kl. 13:00
Staður: Stofa 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ.
Núna um helgina mun Hafdís H. Ægisdóttir halda fyrirlestur um lífríki eyja, í sömu fyrirlestraröð.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:11 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.