19.11.2009 | 11:00
Mekka líffræðinga
Galapagos eyjar eru örugglega sá staður í veröldinni sem flestir líffræðingar myndu kalla sitt helga vé. Hlutleysi vísindanna er oft hampað en mannlegur breyskleiki hefur samt mikið að segja um framvindu mála. Á sama hátt hefur sköpunargáfa einstakra vísindamanna oft opnað mannlífinu
nýja heima og gefið okkur djúpstæðan skilning á lífi og náttúru.
Einn slíkur vísindamaður var Charles Darwin. Í ár höfum við fagnað afmæli hans, með pompi, prakt og fyrirlestrum.
Nafn Darwins er samofið Galapagos eyjaklasanum, sem skip hans hátignar HMS hvutti (Beagle) heimsótti árið 1835.
Mynd af vefsíðunni Galapagos.org.
Lífríki eyjaklasans er mjög sérstakt, sæljón, skjaldbökur, finkur og aðrir fuglar. Þar sjást mjög skýr merki um áhrif náttúrulegs vals, sérstaklega í útliti og lífsháttum finkanna, eins og Peter og Rosemary Grant ræddu um í sínum fyrirlestrum.
Það má þess vegna kalla Galapagos Mekka líffræðinga.
Nokkrir íslenskir líffræðingar hafa heimsótt eyjarnar, þar á meðal Hafdís Hanna Ægisdóttir líffræðingur. Næstkomandi laugardag fjallar hún um sérstöðu lífríkis eyja.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:09 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.