Leita í fréttum mbl.is

Undur náttúrunnar - 24 nóvember

Þriðjudaginn 24 nóvember 2009 verða 150 ár liðin frá útgáfu uppruna tegundanna. Að því tilefni efna Háskóli Akureyrar og Háskólinn á Hólum til ráðstefun undir heitinu Undur náttúrunnar.

Fyrirlestrarnir skiptast í nokkrar málstofur:

Náttúra Norðurlands: Svipmyndir úr dýraríki, jurtaríki og hinum hulda heimi örvera

Sameinaðir stöndum vér: Sambýli örvera, dýra og jurta í náttúru Íslands

Vor dýrasti arfur: Hlutverk erfða í þróun lífvera

Úrsmiðurinn blindi: Þróun mannsaugans, finkugoggsins og annarra furðuverka

Hvað þýðir þetta allt? Áhrif þróunarkenninga á hugmyndasögu og vísindaheimspeki

Dagskrá í heild sinni.

Meðal fyrirlesara er yðar auðmjúkur, Steindór J. Erlingsson og Hafdís Hanna Ægisdóttir, allt meðlimir í hófsama og handprjónandi armi Darwinistafélags Íslands. Hafdís mun tala um lífríki eyja bæði á þriðjudaginn og núna á laugardaginn (21 nóvember).

Leiðrétting:

Í fyrstu útgáfu af pistlinum var misritaður fjöldi ára frá útgáfu upprunans, hann er 150 ekki 200. Nafna er kærlega þökkuð ábendingin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Eh.. eru það ekki 150 ár frá útgáfu bókarinnar?

200 ár frá fæðingu Darwins.

Arnar, 20.11.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Nóg um að vera hjá þér þessa daga. Glæsileg líffræðiráðstefna, Darwinsdagar og svo þetta. Þarft þú ekki að fara að komast í einhvern eyðifjörð og slaka á?

Haraldur Rafn Ingvason, 20.11.2009 kl. 11:51

3 Smámynd: Arnar Pálsson

Takk nafni fyrir ábendinguna.

Haraldur,

maður má alls ekki láta sér leiðast. Lífið er of stutt til þess.

Hugmyndin um tjaldútileigu í eyðifirði er reyndar mjög spennandi. Plan næsta sumars er tekið að mótast.

Arnar Pálsson, 20.11.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband