7.12.2009 | 16:26
Þróun kynæxlunar
Þróun kynæxlunar er ein helsta ráðgáta þróunarfræðinnar. Æxlun er breytileg meðal ólíkra tegunda; sumar tegundir æxlast eingöngu kynlaust, aðrar bæði kynlaust og með kynæxlun, og aðrar eingöngu með kynæxlun. Kynæxlun er yfirleitt kostnaðarsöm og kynlaus æxlun hefur auk þess tvöfaldan æxlunarárvinning umfram kynæxlun. Hvernig stendur þá á því að kynæxlun er mun útbreiddari en kynlaus æxlun og að tegundir sem stunda kynlausa æxlun verða ekki þróunarlega gamlar?
Snæbjörn Pálsson mun fjalla um þróun kynæxlunar í fyrirlestri næsta laugardag, 12 desember.
Í fyrirlestrinum verður greint frá skýringum á þróun kynæxlunar sem byggja á erfðafræði og kenningu Darwins um náttúrulegt val þar sem vistfræðilegir þættir skipta einnig lykilmáli. Fjallað verður um ýmis dæmi um rannsóknir á þróun kynæxlunar m.a. um hátt hlutfall kynlausra tegunda á norðurslóðum og einnig um þróunarlegar afleiðingar kynæxlunar sem greina má í formi ýmissa eiginleika sem auka æxlunarárangur einstaklinga.
Snæbjörn Pálsson er dósent við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum verið á sviði stofnerfðafræði og m.a. á áhrifum kynæxlunar á uppsöfnun skaðlegra stökkbreytinga.
Erindið markar endalok fyrirlestraraðar sem efnt var til haustið 2009 í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Charles Darwin og 150 ár eru síðan Uppruni tegundanna kom út.
Nánari umfjöllun má nálgast á darwin.hi.is. Erindið er öllum opið og verður flutt á íslensku. Boðið verður upp á kaffi og með því eftir fyrirlesturinn.
Stund: 12. desember 2009, kl. 13:00.
Staður: Stofa 132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi HÍ.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:31 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Ekki út í það?
Jóhannes (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 18:07
Í fljótu bragð sýnist mér tilgangur sköpunarverksins skiljanlegastur þegar kemur tilganginum með kynæxlun.
Árni Gunnarsson, 7.12.2009 kl. 18:30
Jóhannes
Út í hvað ekki það?
Arnar Pálsson, 8.12.2009 kl. 10:56
Kaffið
Jóhannes (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 13:48
Jóhannes
Kaffið auðvitað. Líka út í það.
Arnar Pálsson, 8.12.2009 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.