Leita í fréttum mbl.is

Brekkubobbar í Mýrdal

Mýrdalurinn er einstakur, fjaran, hamrarnir og Reynisdrangar, Katla hulin jökli gnæfir yfir öllu.

mynd%2012Mynd af vefnum www.vik.is, tekin af Jónasi Erlendssyni.

Skemmtilegasta námsferð sem ég fór í meðan á líffræðináminu stóð var til Víkur.

Námskeiðið var stofnerfðafræði, sem fjallar um erfðabreytileika innan stofna. Rætt var um áhrif byggingu stofna, sögu þeirra, tilviljana og náttúrulegs vals á erfðabreytileikann.

Í hvannarskóginum í hlíðunum fyrir ofan Vík, og í gljúfrum og hömrum á þessum slóðum má finna Brekkubobba. Brekkubobbar eru sniglar með harða skel, sem hafa löngum verið eftirlæti líffræðinga, því innan tegunda má oft finna mjög mikinn breytileika í lit og bandamynstri. Sumir eru dökkir, aðrir ljósir, sumir með þykk bönd en aðrir mjó. 

Einar Árnason, sem kennir stofnerfðafræðina við HÍ, sýndi okkur að tíðni lita gerðanna fer eftir því hvar í klettunum eða gljúfrunum bobbarnir búa. Hæfni sniglana fer eftir lit þeirra, dökku sniglarnir eru algengari í ákveðnu búsvæði en þeir ljósari í öðru.

Lagt var til í nýrri náttúruverndaráætlun að blessaðir bobbarnir í Mýrdalnum yrðu verndaðir.

Það er ekki vinsælt hjá heimamönnum, sbr. Fréttablaðið í dag. Líklega ráða þar hugmyndir um göng og veg.

Tillaga að nýrri náttúruverndaráætlun

Hvönn og brekkubobbar í vegi

 
Íbúafundur í Mýrdalshreppi hafnaði friðlýsingu á hvannastóði undir Reynisfjalli. Þar er búsvæði sniglategundarinnar brekkubobba og vill Umhverfisstofnun friða það.

Í niðurstöðu íbúafundarins, sem sóttur var af 80 til 100 manns, sagði hins vegar að ekki yrði séð að hvönn eða brekkubobba væri nokkur hætta búin af manna völdum. Þá sagði umhverfis- og náttúruverndarnefnd Mýrdalshrepps að sú sátt sem ætti að vera forsenda friðlýsingarinnar meðal heimamanna væri ekki fyrir hendi. Í kjölfarið hafnaði sveitarstjórn öllum friðlýsingaráformum að svo komnu máli. - gar

Fréttablaðið 8. desember 2009.

Nokkrir bobbar af Flickr síðu Erlings Ólafssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband