8.12.2009 | 16:35
Vísindin eða biblían
Félagslegi þátturinn er stórlega vanmetinn í rannsóknum á andlegri líðan og líkamlega ástandi dýra og manna. Rannsóknin sem hér um ræðir er vitanlega byggð á rottum, og grunnforsendan er sú að rottur og menn eru skyldar lífverur og þar af leiðir, getum við notað rottur sem líkön fyrir mannasjúkdóma.
Hugmyndin um þróun vegna náttúrulegs vals komin frá Darwin og Wallace, og hún hjálpar okkur bæði að skilja sameiginlega líffræði tegunda og einnig muninn á milli þeirra. Tegundir sem búa nálægt miðbaug þurfa ekki að takast á við sama umhverfi og þær sem búa við heimskautin.
Hluti af þeim sjúkdómum sem er að hrella norður evrópubúa getur verið arfleið sögu forfeðra okkar, sem þurftu að lifa við erfiðar aðstæður á norðurhjara.
Þá hefur örugglega verið gott að hafa félagsskap.
Mannapar, að undanskildum órangútan-öpum, eru allir félagslífverur. Það þýðir að við dveljum lengstum í hópum, 20-100 dýra hópum, en erum sjaldan ein á flakki. Undantekningarnar eru reyndar ung dýr (menn) sem oft fara á flakk og leita að nýjum hópum-félagsskap. Slík ævintýramennska (eða ævintýra-apska) gæti reyndar verið hagstæð, því hún dregur úr líkunum á innrækt. Kynæxlun milli óskyldra einstaklinga dregur úr innrækt.
Það hefur ekki verið markmiðið með þessu bloggi að munnhöggvast við krossfara eða aðra trúarpostula (leitið frekar til KT eða drekans). En af gefnu tilefni.
Þótt einstaka setningar í trúartextum hafi sannleiksgildi, þýðir það ekki að trúartextarnir í heild sinni séu sannir.
Vísindin eru mun gagnlegri leið en biblíulestur til að komast að sannleikanum um orsakir sjúkdóma, líffræði mannsins og fall epla til jarðar.Einsemd eykur líkur á krabba | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Takk fyrir vísuninna, þótt heiðurinn sé vafasamur. Hef annars ekki haft mikinn tíma til að sinna þessu áhugamáli vel upp á síðkastið.
Annars geri ég ráð fyrir að þú sért að vísa til færslunar hans Mofa um sömu frétt. Hún er alveg stórkostleg og röksemdafærslan eftir því. Fréttin fjallar um tengsl eimsemdar og krabbameins en Mofi vísar í biblíuvers sem fjala um eimsemd og geðheilsu og svo að guð hafi ákveðið að skapa Evu til að halda Adam félagsskap.
Sé ekki alveg hvað það hefur með krabbamein að gera :)
Arnar, 8.12.2009 kl. 21:21
Maður er manns gaman segir í Hávamálum. Mér sýnist þessi rannsókn renna sterkum stoðum undir heimsmynd heiðinna manna.
Óli Gneisti Sóleyjarson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 03:10
Nafni
Nöfn ykkar voru þau fyrstu tvö sem komu upp í hugann, en það eru margir fleiri sem standa sig vel á þessum vígstöðvum.
Röksemdafærslan hjá Mófa er mjög götótt, þetta hljómaði meira eins og tilraun til skilyrðingar. Ef við nefnum biblíuna eða Búdda í hvert skipti sem framfarir verða þá mun fólk óhjákvæmilega þakka biblíunni (eða Búdda) fyrir allt gott.
Óli
Akkúrat, þessi grein í PNAS sannar Hávamál. Mál afgreitt.
Arnar Pálsson, 9.12.2009 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.