10.12.2009 | 14:00
Síðasti Darwin dagurinn
Haustið 2009 efndum við* til Darwin daganna 2009. Um var að ræða röð fyrirlestra um þróun lífsins, Charles Darwin, fjölbreytileika lífsins, uppruna þess og sögu jarðar.
Tilefnið er sú staðreynd að árið 2009 eru 200 ár eru liðin frá fæðingu Charles Darwin og 150 ár síðan Uppruni tegundanna kom út.
Meðal fyrirlesara voru Peter og Rosemary Grant sem hafa rannsakað finkurnar á Galapagos, Joe Cain sem fjallaði um rannsóknir Darwins á vitsmunalífi mannsins og Linda Partridge sem fjallaði um hina nýja líffræði öldrunar.
Einnig fluttu margir innlendir vísindamenn erindi, hvert öðru skemmtilegra. Það fer að styttast í tilfinningaflauminn, óhjákvæmilegur þegar lokað er á skemmtilega kafla, en hann verður að bíða til sunnudags.
Síðasti fyrirlesturinn í röðinni verður nefnilega næstkomandi laugardag 12. desember (kl 13 í Öskju, náttúrufræðhúsi HÍ).
Snæbjörn Pálsson mun fjalla um ráðgátuna um þróun kynæxlunar.
Lífverur sem stunda kynæxlun senda bara helming af erfðaefni sínu í hvert afkvæmi, á meðan lífverur sem stunda kynlausa æxlun senda afrit af öllu sínu erfðaefni í hvert afkvæmi.Ef þú fjárfestir jafn mikið í hverju afkvæmi þá virðist það vera "þróunarfræðileg heimska" að æxlast með kynæxlun.
Samt sem áður er kynæxlun ríkjandi form fjölgunar meðal heilkjörnunga (bakteríur eru ekki til umræðu hér, þær eru sér kapituli), og tegundir sem leggja stund á kynlausa æxlun virðast ekki endast í þróunarsögunni (þær deyja frekar út en tegundir sem ástunda kynæxlun).
Snæbjörn mun ljúka Darwin dögunum 2009 með því að leysa ráðgátuna um kynæxlun í eitt skipti fyrir öll.
* Við erum Arnar Pálsson, Bjarni K. Kristjánsson, Guðbjörg Á. Ólafsdóttir, Hafdís H. Ægisdóttir, Snæbjörn Pálsson og Steindór J. Erlingsson. Við nutum ráðgjafar Einars Árnasonar og Sigurðar S. Snorrasonar.
Mynd er af plakati Darwin daganna 2009, hannað af Bjadddna Helgasyni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:17 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Þið líffræðingar eigið hrós fyrir Darwin dagana. Frábært að bjóða fólki upp á vísindin beint í æð.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 10.12.2009 kl. 17:27
Takk kærlega Stjarna
Þetta var kannski ekki ábending, en næst bjóðum við upp á blóðgjafir, beint í æð.
Eða leyfum fólki að stunda þróun úti í móa eða klippa DNA með eigin höndum.
Arnar Pálsson, 10.12.2009 kl. 17:42
Já, glæsilegt framtak og flest mjög áhugavert, mættuð samt endilega íhuga að taka fyrirlestrana upp næst og setja á netið, maður virðist ekki hafa neinn tíma til að sinna áhugamálum fyrr en undir miðnætti þessa 'dagana'.
Arnar, 11.12.2009 kl. 09:05
Nafni
Við tókum einn upp, en hljómgæðin voru ekki nægilega góð.
Fyrir næstu fyrirlestraröð munum við örugglega gera skurk í að taka efnið upp og setja á "þúlúður".
Arnar Pálsson, 11.12.2009 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.