Leita í fréttum mbl.is

Egill rokk

Brjálaða býflugan frændi minn ætlar að halda ókeypis tónleika í listasafni Reykjavíkur  nú á fimmtudaginn (17. des.) kl 20:30.

Egill Sæbjörnsson verður með tónleika ásamt mörgum, kunnum tónlistarmönnum í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 20:30. Aðgangur er ókeypis en tónleikarnir eru haldnir í tilefni af sýningu hans Staðarandi og frásögn sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu og nýlegum geisladiski. Tónleikarnir eru  í samstarfi við hljómplötuútgáfuna Borgin. Á tónleikunum leikur Egill ýmis lög frá ferli sínum.

Vonandi spilar hann býflugulagið (sjá Myspace).

Í kvöld verður sýnd heimildamynd um pjakkinn á RÚV (kl. 21:25).

Heimildarmyndin er gerð af frönsku sjónvarpsstöðinni Arte og var frumsýnd samtímis í Frakklandi og Þýskalandi fyrr á þessu ári.
Egill hefur verið virkur í hringiðu myndlistarinnar á meginlandi Evrópu undanfarin tólf ár, en sýning hans Staðarandi og frásögn sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi er fyrsta stóra einkasýning hans í safni hér á landi. Vegleg bók um listamanninn kom út fyrir skömmu og er hún fáanleg í Listasafni Reykjavíkur og bókaverslunum. Sýning Egils stendur til 3. janúar 2010.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband