16.12.2009 | 10:21
Erindi: Mjölhaus á föstudaginn
Bogi Andersen vinnur við Læknisfræði- og Lífefnafræðideildir Kaliforníuháskóla í Irvine (Departments of Medicine and Biological Chemistry, University of California, Irvine).
Hann hefur verið að rannsaka myndun þekjufruma, sem koma m.a. að þroskun hársekkja, mjólkurkirtla og augnaloka. Rannsóknirnar hafa leitt hann að umritunarþættinum Grainyhead (sem er kveikjan að titli pistilsins), og hann mun halda erindi næsta föstudag (18. des. 2009 kl 13:00 í 132 í Öskju). Titill erindisins er Grainyhead: an evolutionarily conserved transcription factor for epithelial barrier formation.
Myndin hér til hliðar er af mjólkurkirtlum 6 vikna gamallar músar. Mjólkurgangarnir eru litaðir með bláu, og þeir þræðast inn í vefinn og munu þannig geta safnað saman mjólk sem myndast allsstaðar í músabrjóstinu. Myndin er af síðu rannsóknastofu Boga og félaga.
Bogi er sannur íslendingur og tileinkar hluta vefsíðu rannsóknarhópsins sögunni, sýnir m.a. myndir af bernskuslóðunum í Vestmannaeyjum.
Vefur rannsóknastofu Boga Andersens.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Erfðafræði, Erindi og ráðstefnur | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.