Leita í fréttum mbl.is

Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og eru því grunnforsenda allra framfara

Stjórn Vísindafélags Íslands hefur sent forsætisráðherra auk annarra ráðherra sem sitja í Vísinda- og tækniráði, bréf í tilefni af stefnumörkun stjórnvalda sem ráðið vinnur að um þessar mundir. Þar er áhyggjum lýst yfir vegna stöðu grunnrannsókna á Íslandi. Grunnrannsóknir eru þær rannsóknir sem stundaðar eru með þekkingaröflun að meginmarkmiði án þess að hagnýting sé beint takmark þeirra. Grunnrannsóknir eru jafnframt eina aðferðin til að skapa alveg nýja þekkingu og eru þær því grunnforsenda allra framfara. Mörg dæmi eru um það hvernig grunnrannsóknir nýtast á óvæntan hátt og er CarbFix verkefnið, þar sem koltvíoxíð úr andrúmsloftinu er bundið í grjót, gott dæmi um slíkt.

Í bréfinu segir meðal annars að áhersla stjórnvalda á nýsköpun sé afar jákvæð en mikilvægt sé að hafa í huga að grunnrannsóknir eru mikilvægur grundvöllur nýsköpunar, bæði þegar kemur að þekkingaröflun og þjálfun vísindamanna í rannsóknarvinnubrögðum. Bent er á að einungis 14% þeirra verkefna sem sóttu um styrki til Rannsóknasjóðs Vísinda- og tækniráðs fengu styrk í ár, sem þýðir að 86% verkefna hlutu ekki brautargengi. Í þeim hópi sem ekki hlutu brautargengi segir sig sjálft að leynast sprotar að uppgötvunum sem bæði myndu gagnast nýsköpunargeiranum en ekki síður samfélaginu öllu auk þess að búa mögulega yfir svörum við viðfangsefnum sem samfélagið stendur frammi fyrir í framtíðinni og engin leið er að spá fyrir um í dag. Það hefur því auga leið að fjármögnun til grunnrannsókna þarf að auka og tryggja.

Í bréfinu er ennfremur bent á að samkvæmt svokölluðum Barcelona-viðmiðum aðildarríkja Evrópusambandisins sé markmiðið að fjárfesting hins opinbera í rannsóknum og þróun eigi að vera 1% af vergri landsframleiðslu (VLF) en að 2% eigi að koma frá einkaaðilum. Það er raunhæft að Ísland, sem meðal annars er þátttakandi í rammaáætlunum Evrópusambandsins um menntun, rannsóknir og tækniþróun, setji sér sama markmið, en fjárfesting íslenska ríkisins í rannsóknum og þróun var 0.72% af VLF árið 2018. Vísindafélagið leggur því höfuðáherslu á að ríkið auki fjárfestingu sína í rannsóknum upp í 1% af VLF og að það framlag fari alfarið í grunnrannsóknir.

Vísindafélagið leggur í bréfinu til eftirfarandi:

Fjármagn Rannsóknasjóðs Vísinda- og tækniráðs verði tvöfaldað í þremur skrefum á árunum 2021 – 2024, þannig að í sjóðinn verði bætt sem svarar um 800 milljónum á ári á verðlagi dagsins í dag þar til heildarfjármögnun sjóðsins nái 5 milljörðum árlega.

Að tryggt verði að fjármögnun sjóðsins haldi í við efnahagsþróun. Lagt er til að fjármögnun sjóðsins verði bundin við verga landsframleiðslu á svipaðan hátt og framlög Íslands til rammaáætlunar Evrópusambandsins

Ríkið fari í sértækar aðgerðir og ívilnanir til þess að hvetja til stofnunar einkasjóða og fjárfestingar einkaaðila í grunnrannsóknum að fyrirmynd erlendra sjóða eins og til dæmis Carlsberg-sjóðsins í Danmörku.

Fylgja þarf fjárfestingu í grunnrannsóknum eftir þar til Ísland stendur jafnfætis nágrannalöndunum í vísindafjármögnun.

Vísindafélag Íslands styður þann metnað sem íslensk stjórnvöld hafa sett í fyrri stefnur og hvetur til þess að Ísland verði áfram leiðandi í tækninýjungum og haldi samkeppnisstöðu sinni á alþjóðavísu sem mun skila sér í áframhaldandi velsæld og bættum hag samfélagsins alls.

Í hér má lesa bréfið í heild sinni.

https://visindafelag.is/wp-content/uploads/Visndastefna2020-VisindafelagIslands.pdf


Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjóðs Vísinda- og tækniráðs

Frá Lífvísindasetri Háskóla Íslands.
Efni: 150. Löggjafarþing 2019-2020 - Þingskjal 1 – 1. mál


Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020

Lífvísindasetur Háskóla Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við óbreytt framlög til samkeppnissjóða Vísinda- og tækniráðs frá árinu 2016 sem tilheyra málaflokki 07.10 um Vísinda- og samkeppnissjóði í rannsóknum. Í þessari umsögn gerum við málaflokki 02-236 um Rannsóknasjóð Vísinda- og tækniráðs sérstaklega skil.

Fjárframlög til Rannsóknasjóðs voru 2470 m.kr. árið 2016 og hafa haldist óbreytt á milli ára en nú ber svo við að í núverandi frumvarpi er gert ráð fyrir 2425 m.kr. sem er 45 m.kr. skerðing frá fyrra ári. Framlög til sjóðanna hafa hvorki fylgt launa- né  verðlagsþróun frá árinu 2016, en frá byrjun árs 2016 til ágúst í ár hefur  launavísitalan hækkað um 27% (farið úr 545 í 691,5) en styrkir sjóðsins fara að mestu í launagreiðslur. Miðað við núverandi frumvarp munu árleg framlög ríkisins til rammaáætlunar ESB hækka um 117% frá 2016 (úr 1800 í 3900 m.kr.). Til þess að  samkeppnisstaða Íslands sé ásættanleg gagnvart sjóðum ESB og mögulegt sé að ná aftur fjármagni þaðan þarf grunnfjárfesting í rannsóknum á Íslandi að haldast hlutfallslega í hendur við fjármögnun til ESB. Takmörkuð framlög til Rannsóknarsjóðs draga mjög úr grunnrannsóknum í lífvísindum og hafa bein áhrif á nýsköpun og atvinnulífið.


Eðlilegt er talið að árangurshlutfall úr samkeppnissjóðum á borð við Rannsóknasjóð haldist að lágmarki 25% en árið 2016 var árangurshlutfallið 25%. Það þýðir í raun að vísindamenn geti að meðaltali átt von á því að fjármagna rannsóknir sínar á fjögurra ára fresti og þannig nánast haldið samfellu í vinnu sinni, en þessir styrkir eru að jafnaði veittir í 3 ár í senn. Árangurshlutfall Rannsóknasjóðs hefur lækkað stöðugt á síðustu árum eða frá því að vera 25% árið 2016 og niður í 17% á síðast ári. Miðað við núverandi frumvarp og ásókn í sjóðinn má gera ráð fyrir að árangurshlutfallið fari niður fyrir 15% við næstu úthlutun sem er algjörlega óásættanlegt.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis ályktaði í nefndaráliti sínu vegna lagafrumvarps um útvíkkun Rannsóknasjóðs á síðasta löggjafarþingi (Þingskjal 1291 – 411. mál) um „nauðsyn þess að tryggja meira fjármagn í Rannsóknasjóð og tryggja að árangurshlutfall sjóðsins verði að lágmarki 25% ef samfjármögnun rannsóknarverkefna eigi ekki að hafa mögulega neikvæð áhrif á vísindastarf hér á landi“.


Ef tryggja á að Rannsóknasjóður haldi 25% árangurshlutfalli eins og að er stefnt og að styrkir sjóðsins haldi í við launaþróun frá árinu 2016 þurfa fjárframlög til sjóðsins að vera að lágmarki 5.200 m.kr. sem er 114% aukning frá árinu 2016 og í takt við fjármagnsaukningu í rammaáætlun ESB. Til þess að tryggja nýsköpun í landinu og til að ná aftur fjármagni úr sjóðum ESB er grunnforsenda að styrkja stoðir samkeppnissjóðanna hér á landi.

Lífvísindasetur Háskóla Íslands skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjóðs Vísinda- og tækniráðs. Það verður heillaspor og mun efla grunnrannsóknir sem skilar sér í bættri þekkingu á eðli lífvera, sjúkdóma og vistkerfa auk þess að efla vísindalega menntun sem er ein forsenda nýsköpunar og framþróunar í íslensku atvinnulífi.

Virðingarfyllst,
fyrir hönd stjórnar og félaga í Lífvísindasetri Háskóla Íslands,


Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?

Ný rannsókn íslenskra vísindamanna leiðir í ljós að erfðamunur er á þremur afbrigðum bleikju í Þingvallavatni sem gæti verið vísbending um fyrstu stig myndunar nýrra tegunda. Sagt er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í nýjustu útgáfu vísindatímaritsins...

Hröð þróun við rætur himnaríkis

Andesfjöllin myndast við jarðskorpuhreyfingar, þegar tveir flekar rekast saman og bergmassinn hrúgast upp. Fjöllin hafa verið að hækka undanfarna ármilljarða, og það mætti segja að þau séu að færast nær einhverju ríki himnanna (ef oss er gefið...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband