30.5.2019 | 21:19
Leyndardómur Rauðahafsins
Fyrst hugsaði ég um Tinna og Kolafarminn. Og svo Móses og gönguferðina hans. En hvorutveggja er skáldskapur.
Lífríki Rauðahafsins er um margt sérkennilegt. Hafið er á mjög heitum hluta jarðar, næstum alveg innilokað af stórum þurrum landsvæðum. Í því eru merkileg kóralrif og þeim fylgja margvíslegar lífverur og lífkerfi.
Að auki var grafin skurður yfir í Miðjarðarhaf sem tengdi vistkerfi þeirra, og að auki flytja skip oft kjölfestuvatn á milli landsvæða og dreifa þannig sjávarlífverum. Þannig barst t.d. grjótkrabbinn til Íslands.
Sérfræðingur í lífríki Rauðahafsins, Michael Berumen við háskóla í Sádí arabíu heldur föstudagserindi líffræðistofnunar 31. maí.
Erindið hans nefnist:
3.5.2019 | 10:24
Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautslandinu
Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautslandinu
Miðvikudaginn 8. maí 2019 kl. 20:00 í stofu 132 í Öskju.
Hafdís Hanna Ægisdóttir flytur næsta fræðsluerindi HÍN sem fer fram í fyrirlestrarsal Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.
Við vekjum athygli á því að brugðið er út af hefðbundinni tímasetningu og verður erindið miðvikudagskvöldið 8. maí kl.20. Að loknu erindi verður boðið upp á spjall og hressingu fyrir utan fyrirlestrarsalinn.
Suðurskautslandið er framandi og heillandi heimur. Þessi kaldasta, vindasamasta og þurrasta heimsálfa jarðar hefur yfir sér ævintýrablæ landkönnuða og ofurhuga enda hefur ekkert fólk varanlega búsetu á Suðurskautslandinu og engar heimildir eða ummerki eru um að þar hafi verið byggð. Þrátt fyrir einangrun og fjarlægð frá iðnvæddum heimi, eru ummerki um loftslagsbreytingar þar greinileg. Í erindinu verður fjallað um nýlega ferð til Suðurskautslandsins á vegum alþjóðlegs leiðtogaprógrams fyrir vísindakonur. Fjallað verður um ferðalagið, lífríkið, áhrif loftlagsbreytinga á heimsálfuna og þann lærdóm sem dreginn var af ferðalaginu.
Hafdís Hanna Ægisdóttir lauk BS og MS námi í líffræði við Háskóla Íslands og doktorsnámi í plöntuvistfræði frá háskólanum í Basel í Sviss. Síðastliðinn áratug hefur hún starfað sem forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur það að markmiði að þjálfa sérfræðinga frá þróunarlöndum til að takast á við landeyðingu og endurheimta vistkerfi. Árið 2017 var Hafdís Hanna fyrsti Íslendingurinn til að fá inngöngu í alþjóðlegt leiðtogaprógram, Homeward Bound, sem hefur það að markmiði að þjálfa konur með vísindabakgrunn í leiðtogahæfni, stefnumótun og vísindamiðlun sér í lagi í tengslum við loftslagsmálin. Leiðtogaprógramminu lauk með mánaðarferðalagi 80 vísindakvenna til Suðurskautslandsins í byrjun árs 2019.
Aðgangur að fræðsluerindum HÍN er ókeypis og öllum heimill.
Sjá nánar á vef HÍN (http://www.hin.is/)
Vertu félagi HÍN á Facebook (www.facebook.com/hid.islenska.natturufraedifelag)
Mynd af mörgæsum á suðurskautslandinu var tekin af Tom Hart, sem hélt erindi við Liffræðistofnun HÍ fyrir nokkrum árum (Rýnt í gegnum drífuna: rannsóknir á vistfræði mörgæsa)
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2019 | 16:43
Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrigðanna í Þingvallavatni
20.3.2019 | 12:17
Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó