9.8.2010 | 17:40
Búum til tegundir...
Í síðustu viku sat ég ljómandi skemmtilegan fund um tilurð tegunda (speciation). Uppruni og eðli tegunda er eitt af megin viðfangsefnum líffræðinga. Hvenær eru tvær hænur af sömu tegund og hvenær eru þær af ólíkum tegundum?
Á nítjándu öld héldu sumir því fram að kynþættir manna væru í raun afmarkaðar tegundir. Desmond og Moore færðu rök fyrir því að það hafi verið ástæðan fyrir því að Charles Darwin heillaðist af ræktuðum dúfum og fjölbreytileika hundakynja.
Á Hólum í Hjaltadal var í nýliðinni viku haldin fundur á vegum samevrópsks verkefnis sem heitir því töfrandi nafni FroSpects (öll EU verkefni verða að bera snaggarlega nöfn, með tilheyrandi atlögu að málvitund og velsæmi). Fundurinn var hinn fjörugasti, fjallað var um bleikjur og hornsíli og urriða og aðra fiska...og reyndar örlítið um marflær, snigla og finkur. Rauði þráðurinn var að vistfræðingar og þróunfræðingar huga nú meira að ferlum tegundamyndunar en mynstrum í breytileika tegunda og afbrigða ("from pattern to process" - var frasi fundarins). Sem erfðafræðingi fannst mér öll vistfræðin frekar loðin og erfitt að henda reiður á hlutfallslegt mikilvægi þeirra þátta sem ræddir voru (stofnstærð, valkraftar, umhverfissveiflur, stofnasögu o.s.frv.). Vonandi tekst okkur að nýta reynslu okkar í þróunarfræði til að læra eitthvað um bleikjuafbrigðin í Þingvallavatni.
Ásamt félögum okkar við HÍ og á Hólum komum við nú að rannsókn á vistfræði, erfðabreytileika og þroskun í íslenskra bleikjuafbrigða. Mér þykir það sérstaklega forvitnilegt að í íslenska bleikjustofninum virðast dvergafbrigði hafa þróast nokkrum sinnum (niðurstöður Bjarna Kr. Kristjánssonar, Kalinu Kapralovu og Sigurðar S. Snorrasonar). Það þýðir að náttúran hefur sett um endurtekna tilraun, sem við þurfum bara að kíkja á. Ein spurning sem brennur á okkur er: urðu dvergarnir til á sama hátt í öllum tilfellum? Ég hef ekki hugmynd um hvað mun koma upp úr krafsinu.
Vísindi og fræði | Breytt 17.8.2010 kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.8.2010 | 14:51
Hár af Elvis Presley hefur lækningamátt
Á plánetu langt í burtu, eftir milljarð ára og tilurð lífs, mannvera og rokktónlistar. Þær fregnir ganga fjöllum hærra að hár úr handakrika mesta klassíska tónskáldi Finnlandíu Elvinus Preiisleiiunomi hafi lækningamátt.
Handakrikalækningafélagið tók þetta benti hinsvegar á að ekki væri um að ræða hár úr krika Elvinus sjálfs heldur sonum hans Kýrhausinus og Nautheimskus. Hvorugur þeirra hafði verið klónaður eins og Elvinus sjálfur, og því ómögulegt að hár úr handakrikahölum þeirra gætu læknað nokkurn þróaðan (eða óskapaðan) hlut.
Myndarleg ekkja með barn á hnénu sagði hjartnæma sögu af því hvernig hár Elvinusar (reyndar Kýrhausinus og Nautheimskus) læknuðu kvef sem hafði plagað hana í 54 klst samfleytt og var þess fullviss að hárin dyggðu til að lækna heilablæðingu og fótaóeirð, hitasótt og kynkulda, svitaböð og hjartasorg. Það skipti engu máli þótt faraldsfræðingar sýndu fram á að hárin væru hin mesta meinsemd, og orsökuðu lungnakrabba ef þau væru reykt, magasár væri þeirra neytt og heilaskemmdir ef þeim væri undir varir troðið. Hárin seldust eins og heitar lummur, og Abbakúkar í krukkum urðu að víkja sem helsti lukku og lækningargripur plánetunar.
Að endingu varð ljóst að handakrikar Elvinusar gamla hefðu tæplega geta staðið undir framleiðslu og sölu á þeim 15.000.000 rúmmetrum af Elvinusarhári sem seldir voru á plánetunni á hverju ári.
Og ekkert breytist.
Eftirskrift, lesist í samhengi við frett mbl.is.
![]() |
Kjöt af klónuðu nauti á markað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2010 | 13:52
Víkjandi brandari
Vísindi og fræði | Breytt 17.8.2010 kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.7.2010 | 15:15
Hömlur á sölu lyfs
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó