14.7.2010 | 13:58
Niðurstaðan fyrirfram
Það eru hundruðir leiða til að klúðra vísindalegum rannsóknum. Ein þeirra er að vita fyrirfram hvaða niðurstöðu þú vilt fá. Ég býst við að starfsfólk SÁÁ og erlendir samstarfsaðillar þeirra gæti þess að framkvæma rannsóknina bærilega en umfjöllun mbl.is slær þoku á málið í heild sinni. Í fyrsta lagi er fyrirsögnin mjög furðuleg:
Rannsaka lyf sem dregur úr amfetamínfíkn
Fyrirsögnin gefur til kynna að niðurstaðan sé augljós - fyrirfram. Hið rétta er að sænskir vísindamenn framkvæmdu áþekka tilraun á 80 amfetamínfíklum (55 þeirra kláruðu kúrinn), og þeir vilja endurtaka tilraunina og sjá hvort að niðurstöður hennar haldi. Hér er semsagt um að ræða tilraun til að sannreynda niðurstöður fyrri rannsókna. Grein svíanna er alveg ágætlega skýr (sjá tengil hér að neðan) og tilraunauppsetning og tölfræði til fyrirmyndar, en sýnastærðin er lítil og því ákaflega mikilvægt að kanna ítarlegar þann möguleika að Naltrexone dragi úr amfetamínfíkn.
Skemmtilegasta sumarlesningin mín hingað til hefur verið Bad Science, bók Ben Goldacre um brellur nýaldarsölumanna, svik sjálfskipaðra næringarfræðinga, undirferli lyfjarisa og því sem best verður lýst sem hernaði ritstjóra og fréttamanna gegn vísindalegri þekkingu. Ég fékk heilmikið út úr því að lesa Harðskafa og Myrká á 56 klst og the Day of the Triffids (John Wyndam) í rólegheitunum en Bad Science er tvímælalaust sú bók sem mest skilur eftir sig.
Ef þið eru þreytt á að láta fréttamenn mata ykkur á vitlausum fréttum um vísindi, þvaðri um heilsuspillandi bóluefni og lofi um snákaolíur 21 aldar, þá er þetta bókin. Ef ykkur er umhugað um framtíð fréttamennsku, heilbrigðiskerfisins og upplýstrar umræðu, þá er þetta bókin. Á köflum verður manni hreinlega óglatt yfir því hversu óforskammað og illgjarnt fólk er (t.d. er rætt um Mathias Rath sem predikar að vítamín (sem hann selur) séu betri lækning við HIV en AZT og önnur lyf sem staðist hafa lyfjapróf (kaflinn er aðgengilegur á netinu - Matthias Rath steal this chapter).
Ef þið lesið bara eina bók um vísindi á ævinni, þá verður það að vera þessi bók!
Ítarefni:
Nitya Jayaram-Lindström, Ph.D., Anders Hammarberg, B.Sc., Olof Beck, Ph.D., and Johan Franck, M.D., Ph.D. Naltrexone for the Treatment of Amphetamine Dependence: A Randomized, Placebo-Controlled Trial Am J Psychiatry 2008; 165:1442-1448 [Ath, ég er ekki fylgjandi titladýrkun en klippti og límdi upplýsingar um greinina og höfunda bara af vefsíðu AJP].
Leiðrétting, í frétt mbl.is segir:SÁÁ tekur nú þátt í rannsókn á lyfi, sem takið er geta dregið úr amfetamínfíkn og þannig hindrað að amfetamínfíklar leiðist á ný í neyslu. [skáletrun AP]
Leiðrétting: Í fyrri pistli stóð Sortuloft (Svörtuloft), en bókin var víst Myrká.
![]() |
Rannsaka lyf sem dregur úr amfetamínfíkn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 10.8.2010 kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2010 | 15:24
Tígrisdýr og taðflugur
Við erum tjóðruð af skilningarvitum okkar. Við vitum að tígrisdýr eru stór og kröftug rándýr, sem vekja með okkur ótta og virðingu. Taðflugur eða mykjuflugur vekja allt aðrar kenndir (hroll en enga virðingu), ef við svo mikið sem tökum eftir þeim.
Aldrei myndum við heyra Zulkifli Hasan, utanríkisráðherra Indónesíu, segja
Við erum hér saman komin til þess að ræða áhyggjur okkar af sjálfbærni taðflugnanna
Auðvitað er mikilvægt að vernda tígrisdýrin, og það væri svo sannarlega sorglegt ef þau hyrfu af yfirborði jarðar.
En hvers vegna væri það sorglegt?
99.999% allra tegunda sem orðið hafa til á jörðinni hafa dáið út. Útdauði er eitt víðtækasta lögmál líffræðinnar, á sama borði og erfðalögmál Mendels og þróunarkenning Darwins og Wallace. Hví ættum við að kippa okkur upp við að ein tegund í viðbót "lúti í gras" (eins og Bjarni Felixson sagði)?
Ein ástæða gæti verið sú að maðurinn ræður nú lögum og lofum á jörðinni, og hefur beint eða óbeint áhrif á tilvist margra annara tegunda. Í aðra röndina hömpum hveitiplöntum og beljum, klónum bananna fyrir Latabæ og gersveppi fyrir Ölgerðina, en hina röndina eyðum við skógum, mýrum og ströndum, og þar með líffræðilegum fjölbreytileika (tegundum, erfðabreytileika og vistkerfum). Berum við sem "drottnarar" jarðar einhverjar skyldur gagnvart náttúrunni (Ath. ég kvitta ekki undir þá gömlu biblíulegu skilgreiningu að maðurinn séu útvalinn drottnari Jarðar).
Það eru hagnýt rök fyrir því að varðveita náttúruna, til að verja vatnsból, erfðabreytileika, bæta loftslag og verja beitiland/akra.
En höfum við einhverjum siðferðilegum skyldum að gegna gagnvart náttúrunni?
Eða eigum við bara að horfa til hennar sem nýtanlegrar auðlindar?
Ólafur Páll Jónsson segir að náttúran hafi innra gildi, óháð skammtímasjónarmiðum nýtingarsinna.
![]() |
Ræða verndun tígrisdýra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.7.2010 | 14:55
Endurvinnsla mótefna
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2010 | 14:41
Plasthafið
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó