29.6.2010 | 16:33
Skjaldbökur á Galapagoseyjum
Þeir vita það sem reynt hafa að dauður spörfugl lifnar ekki við hjartahnoð eða munn-við-gogg. Dauði er óafturkræft ástand. Þegar allir einstaklingar ákveðinnar tegundar deyja, tölum við að hún hafi dáið út. Margar tegundir hafa dáið út á síðustu öld vegna ofveiða, landnýtingar og eyðingu skóga (eins og t.d. Geirfuglinn).
Einnig eru margar tegundir í útrýmingarhættu, þar sem frekar fáir einstaklingar eru eftir af tegundinni. Í sumum tilfellum hefur verið reynt að bjarga viðkomandi tegund, með því að fjölga þeim á ræktunarstöð eða dýragarði. Nýverið bárust fréttir um eitt slíkt verkefni sem virðist hafa gengið upp.
Úr frétt RÚV (Risaskjaldbökur á Galapagoseyjum 27 júní 2010):
Á áttunda áratugnum voru aðeins fimmtán risaskjaldbökur eftir á Espanjólu. Síðan þá hefur verið unnið markvisst að því að breyta lífríki Galapagos-eyjanna til þess sem var þegar Charles Darwin kom til eyjanna á miðri nítjándu-öld. Geitum hefur verið útrýmt og hlúð að innfæddum tegundum, þeirra á meðal risaskjaldbökum.
Fjallað var þetta í the Guardian sama dag. Galápagos giant tortoise saved from extinction by breeding programme. Reintroduction of species that Charles Darwin saw raises conservation hopes for other wildlife
Vandamálið var ekki bara það að sjómenn veiddu skjaldbökurnar, heldur skildu þeir eftir geitur sem eyddu þeim gróðri sem skjaldbökurnar nærðust á. Úr grein the Guardian:
For much of the 20th century the archipelago was a symbol of human destruction. After sailors ran out of tortoises to eat, they introduced goats to several islands. From numbering just a handful the new arrivals multiplied into thousands, then tens of thousands. They stripped vegetation and made the islands uninhabitable for the few remaining tortoises and other endemic species.
Það leiddi til þess að ákveðið var að útrýma geitunum til að rýmka fyrir skjaldbökum.
The threat to the islands' endemic species meant there was little protest over the goat slaughter. "There was little public outrage because it was seen that the tortoises were at risk," said Barry. Scientists moved 15 giant tortoises among the last survivors of the species from their ruined Española habitat to a captive breeding programme. As the goats were eradicated, progeny from the breeding programme were reintroduced to the island.
15.6.2010 | 10:39
Innrás ertuyglunar
Yglur teljast til fiðrilda, og borða lirfur ertuyglunar aðallega plöntur af ertuætt. Á undanförnum árum hefur þetta fiðrildi verið að sækja í sig veðrið hérlendis, og fer illa með þær plöntur sem hún leggst á.
Hérlendis leggst hún aðallega á lúpínu en skaðar einnig ungar skógarplöntur og getur þannig valdið ómetanlegu tjóni. Mér sárnar alls ekki að hún éti lúpínu, sem er ágeng planta og óþörf í íslenskri náttúru.
Nú er hafin rannsókn á líffræði ertuyglunar, t.d. segir Edda Sigurdís Oddsdóttir frá því á skogur.is að fiðrildið virðist lifa veturinn af sem púpa, en ekki á lirfu stigi eins og áður var talið. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar:
Á þessu ári verður haldið áfram með rannsóknir á ertuyglunni. Búið er að fara og leita að púpum á tilraunasvæðunum við Gunnarsholt og í haust verða teknar út gróðursetningar síðasta árs þar sem meta á hvort ertuyglan leggist jafn þungt á allar trjátegundir. Einnig verður haldið áfram með rannsóknir á lífsferli og þéttleika. Síðast en ekki síst, verða rannsóknir á hvaða vörnum er hægt að beita gegn ertuyglunni. Reynt verður að eitra með skordýraeitri og árangur þess borinn saman við notkun lífrænna varna. Fyrstu niðurstöður hvað þetta varðar munu liggja fyrir seinnipart ársins 2010.
Fréttastofa RÚV ræddi við Eddu um ertuygluna í kvöldfréttum 14 júní.
Þetta er annasöm vika hjá Eddu, því á föstudaginn (18 júní 2010) mun hún verja Doktorsritgerð sína í líffræði. Það fjallar svepprætur og skordýrabeit á útplöntuðum trjám. Titill verkefnisins er Útbreiðsla og tegundagreining svepprótar- og skordýrasníkjusveppa í jarðvegi og áhrif þeirra á skordýrabeit á trjáplönturótum. Úr ágripi:
Doktorsritgerðin fjallar um útbreiðslu og tegundasamsetningu svepprótar- og skordýrasníkjusveppa í jarðvegi og áhrif sveppanna á lifun ranabjöllulirfa og rótarskemmdir nýgróðursettra trjáplantna af þeirra völdum....
Niðurstöðurnar benda til þess að unnt sé að beita svepprótar- og skordýrasníkjusveppum til að draga úr skaðsemi lirfa sem lifa á trjáplönturótum, en mikilvægt sé að rannsaka vel samspil þeirra sveppategunda, sem smitað er með, við lífverusamfélög í jarðvegi og aðra jarðvegsþætti.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.6.2010 | 16:49
Mjög spennandi
14.6.2010 | 14:41
Myndarlegir melrakkar
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó