Leita í fréttum mbl.is

Tólfta djúpsjávarráðstefnan

Þessa daganna er 12. alþjóðlega djúpsjávarráðstefnan (12th International Deep-sea Biology Symposium) haldin hérlendis.

Viðfangsefni sjávarlíffræðinnar eru mörg og margvísleg. Eitt erfiðasta viðfangsefnið eru vistkerfi og lífverur djúpsjávarins. Þetta eru hinir síðustu ókönnuðu afkimar jarðar, botn sjávar, neðansjávargil og hverasvæði.

dsc00417b1-300x225.jpgkolga.pngMyndirnar eru af vef ráðstefnunar - copyright.

Af vef Háskóla Íslands:

Hinar alþjóðlegu djúpsjávarráðstefnur eru meðal stærstu viðburða á sínu sviði. Á ráðstefnunni, sem er hin tólfta í röðinni, verða haldnir um 150 fyrirlestrar um hin fjölbreytilegu viðfangsefni sem djúpsjávarlíffræðingar fást við. Fjallað verður um fjölbreytileika lífvera í djúphöfunum, samfélagsgerð, útbreiðslu hryggleysingja og fiska, o.fl. Ennfremur verður fjallað ítarlega um djúpsjávarhverasvæði, en nýlega hafa fundist ný svæði víða í heiminum. Djúpsjávarkóralar eru víða undir álagi af völdum veiða og verða forvitnilegar rannsóknir um djúpsjávarkórala kynntar á ráðstefnunni.

Þar sem ráðstefnan er haldin í Öskju, þýðir það að við fáum að blanda geði við margvíslega líffræðinga, sem eru álíka fjölbreytilegir og lífverurnar sem þeir skoða.

Einn af gestum ráðstefnunar, Robert Carney - prófessor við Lousiana State University er sérfræðingur í botndýrum í Mexíkóflóa, ræddi við Guðjón Helgason fréttamann sjónvarps á þriðjudaginn. Hann segir að olíulekinn í flóanum sé mjög alvarlegur og ekki vitað hversu mikið tjónið er (Myndskeið fréttarinnar - óvíst um tjónið á botni Mexíkóflóa). Hluti úr texta fréttarinnar:

Carney segir mestu óvissuna vera um hvað gerist í djúpunum því olían flæði af hafsbotni á eins og hálfs kílómetra dýpi. Hún berist síðan upp á yfirborð sjávar og dreifi úr sér þar.

Robert Carney segir að ekki verið hægt að kanna tjónið á sjávarbotni fyrr en í fyrsta lagi í næsta mánuði enda sé það flókið ferli. Áherslan sé frekar á að stöðva lekann þessa stundina. Hann segir að enginn sérfræðinganna í djúpsjávarlíffræði á ráðstefnunni hér á landi hafi skoðað hafsbotninn í Mexíkóflóa.

Carney þykist viss um að á Íslandi hafi menn áhyggjur af Golfstraumnum og að komi að olían blandist Golfstraumnum og berist með honum út í Atlantshafið. Carney segir að því lengra sem menn séu frá upptökunum því lánsamari séu þeir. Örverur brjóti niður olíuna og hún gufi einnig upp.
Þótt hann bendi á að áhrifin af mengun í mexíkóflóa séu kannski ekki mikil hérlendis, er samt ALLT í lagi að læra örlítið af þessu slysi. Í fyrsta lagi er mikilvægt að hafa regluverk og eftirlit sem tryggja að fyrirtæki eyðileggi ekki náttúruna og þar með lifibrauði fjölda fólks.

Líffræðileg fjölbreytni í vísindaþættinum

Árið 2010 er ár líffræðilegrar fjölbreytni. Fjallað hefur verið um líffræðilega fjölbreytni á ýmsum vettvangi, meðal annars á vísindaþætti útvarps sögu.

Vísindaþátturinn er þriðjudaga milli 17 og 18 á Útvarpi Sögu. Þættirnir eru alltaf aðgengilegir á Stjörnufræðivefnum. Í haust, þegar nýr Stjörnufræðivefur verður opnaður, verður hægt að gerast áskrifandi að þættinum í gegnum iTunes.

Úr pistli á vef stjörnuskoðunnar, Líffræðileg fjölbreytni í Vísindaþættinum.

Stjörnufræðivefurinn er alger gullnáma fyrir áhugafólk um vísindi.


Háskóli unga fólksins 2010

Nú á mánudaginn og þriðjudagin var fjöldi ungs fólks í heimsókn í Háskóla Íslands. Í Öskju voru nemendurnir kynntir fyrir verkfræði, jarðvísindum, eðlisfræði, stjarnfræði og líffræði. Hér fylgja tvær myndir úr líffræðistofunni. Efri myndin sýnir sæbjúga...

Lifði af undir jökli

Sumarið 1998 var Bjarni Kr. Kristjánsson dósent við Háskólann á Hólum að rannsaka fæðu og vistfræði hornsíla í Þingvallavatni, og fann framandi marfló í uppsprettu við vatnið. Bjarni og Jörundur Svavarsson, prófessor við Háskóla Íslands, hafa nú lýst...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband