15.6.2010 | 10:39
Innrás ertuyglunar
Yglur teljast til fiðrilda, og borða lirfur ertuyglunar aðallega plöntur af ertuætt. Á undanförnum árum hefur þetta fiðrildi verið að sækja í sig veðrið hérlendis, og fer illa með þær plöntur sem hún leggst á.
Hérlendis leggst hún aðallega á lúpínu en skaðar einnig ungar skógarplöntur og getur þannig valdið ómetanlegu tjóni. Mér sárnar alls ekki að hún éti lúpínu, sem er ágeng planta og óþörf í íslenskri náttúru.
Nú er hafin rannsókn á líffræði ertuyglunar, t.d. segir Edda Sigurdís Oddsdóttir frá því á skogur.is að fiðrildið virðist lifa veturinn af sem púpa, en ekki á lirfu stigi eins og áður var talið. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar:
Á þessu ári verður haldið áfram með rannsóknir á ertuyglunni. Búið er að fara og leita að púpum á tilraunasvæðunum við Gunnarsholt og í haust verða teknar út gróðursetningar síðasta árs þar sem meta á hvort ertuyglan leggist jafn þungt á allar trjátegundir. Einnig verður haldið áfram með rannsóknir á lífsferli og þéttleika. Síðast en ekki síst, verða rannsóknir á hvaða vörnum er hægt að beita gegn ertuyglunni. Reynt verður að eitra með skordýraeitri og árangur þess borinn saman við notkun lífrænna varna. Fyrstu niðurstöður hvað þetta varðar munu liggja fyrir seinnipart ársins 2010.
Fréttastofa RÚV ræddi við Eddu um ertuygluna í kvöldfréttum 14 júní.
Þetta er annasöm vika hjá Eddu, því á föstudaginn (18 júní 2010) mun hún verja Doktorsritgerð sína í líffræði. Það fjallar svepprætur og skordýrabeit á útplöntuðum trjám. Titill verkefnisins er Útbreiðsla og tegundagreining svepprótar- og skordýrasníkjusveppa í jarðvegi og áhrif þeirra á skordýrabeit á trjáplönturótum. Úr ágripi:
Doktorsritgerðin fjallar um útbreiðslu og tegundasamsetningu svepprótar- og skordýrasníkjusveppa í jarðvegi og áhrif sveppanna á lifun ranabjöllulirfa og rótarskemmdir nýgróðursettra trjáplantna af þeirra völdum....
Niðurstöðurnar benda til þess að unnt sé að beita svepprótar- og skordýrasníkjusveppum til að draga úr skaðsemi lirfa sem lifa á trjáplönturótum, en mikilvægt sé að rannsaka vel samspil þeirra sveppategunda, sem smitað er með, við lífverusamfélög í jarðvegi og aðra jarðvegsþætti.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.6.2010 | 16:49
Mjög spennandi
Þetta eru virkilega spennandi niðurstöður. Rafskauteindir, með eiginleika ljós og einda, alveg geggjað fyrirbæri.
Minn grunnur í eðlisfræði er bara ekki nægilega traustur til að vita almennilega hvernig hægt sé að hagnýta þessa uppgötvun til þess að eyða krabbameinsfrumum.
Ef þetta eru ljósvirkjanlegar eindir, þá hlýtur að vera hægt að nota þær gegn krabbameinum sem eru skýrt afmörkuð í vef. Það hlýtur að vera erfiðara með krabbameinsfrumur sem eru að dreifa sér, eða dreifð krabbamein eins og hvítblæði sem eru ekki staðbundin á sama hátt og t.d. lungnakrabbi eða heilakrabbamein. Ég treysti mér ekki til að spekúlera meira í þetta vegna vankunnáttu.
![]() |
Uppgötvarnir í ljóstækni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2010 | 14:41
Myndarlegir melrakkar
10.6.2010 | 13:53
Tólfta djúpsjávarráðstefnan
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó