Leita í fréttum mbl.is

Líffræðileg fjölbreytni í vísindaþættinum

Árið 2010 er ár líffræðilegrar fjölbreytni. Fjallað hefur verið um líffræðilega fjölbreytni á ýmsum vettvangi, meðal annars á vísindaþætti útvarps sögu.

Vísindaþátturinn er þriðjudaga milli 17 og 18 á Útvarpi Sögu. Þættirnir eru alltaf aðgengilegir á Stjörnufræðivefnum. Í haust, þegar nýr Stjörnufræðivefur verður opnaður, verður hægt að gerast áskrifandi að þættinum í gegnum iTunes.

Úr pistli á vef stjörnuskoðunnar, Líffræðileg fjölbreytni í Vísindaþættinum.

Stjörnufræðivefurinn er alger gullnáma fyrir áhugafólk um vísindi.


Háskóli unga fólksins 2010

Nú á mánudaginn og þriðjudagin var fjöldi ungs fólks í heimsókn í Háskóla Íslands. Í Öskju voru nemendurnir kynntir fyrir verkfræði, jarðvísindum, eðlisfræði, stjarnfræði og líffræði. Hér fylgja tvær myndir úr líffræðistofunni.

huf_2010_saebjuga.jpg

huf_2010_ph1.jpgEfri myndin sýnir sæbjúga í búri og fróðleiksfúsa gesti, og sú neðri hönd Péturs Halldórssonar sem einangraði DNA úr lauk fyrir börnin.

Fjallað var um Háskóla unga fólksins í fréttum RÚV mánudaginn 7. júní 2010. Pétur var spurður af því hvað lærir maður af því að einangra erfðaefni? Hann svaraði: við lærum bara hvernig lífið virkar.

Snaggarlegt svar, en ekki alveg nákvæmt. DNA er mikilvægur þáttur lífsins, en ekki sá eini. Eins og við vitum þá var fyrsta hermilífveran búin til með DNA úr vél, en umfrymi og prótín lifandi frumu. DNA eitt og sér er eins dautt og Oscar Wilde, en DNA í réttu samhengi getur gert "kraftaverk". Rétt eins og orð öðlast merkingu í samhengi. O. Wilde sagði í bókinni, Myndin af Dorian Gray.

I wonder who it was defined man as a rational animal. It was the most premature definition ever given. Man is many things, but he is not rational.
Vísindamenn eru oft álitnir rökfastir og stífir, en þeir eru mennskari en það. Þeir hrífast af undrum náttúrunnar og eru drifnir áfram af forvitni. Og það að verða vitni að hrifningu barnanna, yfir því að handfjatla loftstein, grjótkrabba eða túbu með DNA, eru sannkölluð forréttindi.

Lifði af undir jökli

Sumarið 1998 var Bjarni Kr. Kristjánsson dósent við Háskólann á Hólum að rannsaka fæðu og vistfræði hornsíla í Þingvallavatni, og fann framandi marfló í uppsprettu við vatnið. Bjarni og Jörundur Svavarsson, prófessor við Háskóla Íslands, hafa nú lýst...

Skraut eða heiðarleiki

Lítið skreyttur fiskur er ljótur. Mikilvægast er samt að dýr skilji hvaða einstaklinga er heppilegast að æxlast við. Kanína sem þráir gíraffa kynferðislega er vitanlega þróunarfræðileg blindgata. Einnig eru þau dýr líklegri til að eignast afkvæmi sem...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband