3.5.2010 | 13:13
Þorsteinn Vilhjálmsson og vísindavefurinn
Vísindavefurinn er 10 ára og ritstjóri hans Þorsteinn Vilhjálmsson verður sjötugur á árinu.
Þorsteinn er með próf í eðlisfræði, og var ráðinn sem sérfræðingur á Raunvísindastofnun 1969, lektor í eðlisfræði árið 1971 og prófessor með áherslu á vísindasögu 1989. Hann hefur einbeitt sér síðustu ár að vísindamiðlun. Að því tilefni verður gefin út bókin Vísindavefurinn. Úr tilkynningu:
Hið íslenska bókmenntafélag mun gefa út afmælisrit Þorsteins Vilhjálmssonar, prófessors í vísindasögu við Háskóla Íslands. Þar verða birt 26 ritverk sem endurspegla áhugasvið Þorsteins, frá listum til vísinda, frá eðlisfræði og stærðfræði til heimspeki og sagnfræði. Bókin verður um 400 blaðsíður.
Mesta rit hans er tveggja binda verkið Heimsmynd á hverfanda hveli. Sagt frá heimssýn vísindanna frá öndverðu fram yfir daga Newtons sem kom út á árunum 198687.
Áhugasömum er boðið að taka þátt í að heiðra Þorstein Vilhjálmsson og gerast áskrifendur að safnritinu Vísindavefur. Skráð nöfn verða birt fremst í ritinu á heillaóskaskrá. Þeir sem vilja þiggja boðið er bent á að senda upplýsingar um nafn/nöfn, heimili, kennitölu og greiðslumáta í netfangið hib@islandia.is eða hringja í síma 588 9060.
Það er öllum þjóðum mikilvægt að geta rætt stórar hugmyndir og grundvallarspurningar á sínu móðurmáli. Flestir íslenskir vísindamenn birta sínar niðurstöður í erlendum tímaritum, og leggja þannig sitt af mörkum til þekkingarleitarinnar. Mér finnst einnig mikilvægt að við kynnum niðurstöður okkar og ekki síst framlag vísindanna hérlendis, til að auðga umræðuna og hjálpa okkur við að taka erfiðar ákvarðanir.
Til dæmis fannst mér í lagi að velta fyrir sér þeirri hugmynd að bora eftir olíu á drekasvæðinu, en með hliðsjón af slysinu á borpalli BP í Mexíkóflóa þá þykir mér sú hugmynd galin.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
30.4.2010 | 16:06
Einbeiting framtíðar
Maður finnur hversu unaðslegt það er fara í gönguferð í fjörunni, fjarri tölvupósti, farsímum og bloggi. Vitanlega er maður orðin háður beinni nettengingu, sístreymi frétta og slúðurs. Ég á stundum erfitt með að halda einbeitingu við lestur á bókum eða greinum, svo vanur er maður orðin sífelldri truflun frá internetinu.
Er ekki eðlilegt að maður óttist um kynslóðina sem nú vex úr grasi, sem finnst eðlilegt að geta sent SMS á kamrinum, lesið blogg í bílnum, og flett fésbókinni í bókabúð? Ég held að ákveðin einsemd sé fólki holl, að vera einn með hugsunum sínum geti hjálpað fólki að skilja langanir sínar og leysa vandamál. Auðvitað eru mennirnir félagsverur sem þarfnast samneytis, örvunar, léttúðar og ertingar (í þessari röð :). En það má á milli sjá.
Ég tek eftir því að fæstir nemendurnir sem lesa fyrir próf í Öskju, eru bara með opna bók eða glósur. Meirihlutinn er með kveikt á tölvunum, og samskiptarás opna.
Maður hlýtur að spyrja hvernig fólki gangi að einbeita sér.
Að því rituðu hlít ég að líta í eigin barm og klippa á streng minn við netið (allavega fram yfir helgi). Góðar stundir.
![]() |
Vonleysi án upplýsingatækni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2010 | 13:43
Tólf þátta DNA
29.4.2010 | 16:41
Sara og Marteinn í nærmynd
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó