Leita í fréttum mbl.is

Kynblöndun okkar og Neanderthalsmanna

Neanderthalsmenn dóu út fyrir um 30.000 árum. Elstu leifar Homo sapiens eru um 200.000 ára. Það er augljóst að báðar tegundirnar bjuggu í Evrópu og Evrasíu á svipuðum tíma.

Eðlilega er spurt um ást og stríð.  Var kynblöndun á milli tegundanna? Eða börðust þær á banaspjótum.

s182_10_003i_967229.jpgFyrsti frummaðurinn var tegundin Homo neanderthalensis (lýst árið 1864). Tegundin dregur nafn sitt dal í Þýskalandi, þar sem árið 1856 fannst hauskúpa af manni, sem var greinilega ekki af okkar tegund. Reyndar höfðu tvær kúpur fundist áður, árið 1829 í Belgíu og 1848 á Gíbraltar en fólki var ekki ljóst þá að þetta væru bein útdauðrar tegundar en ekki bara afmyndaðir menn. 

 Svante Paabo og félagar við Max Planck stofnunina hafa í rúman áratug unnið við að einangra erfðaefni úr leifum Neanderthalsmanna, með það að markmiði að skoða uppruna þeirra og sérstöðu.

Forvitnin snýst jafnt að tegundinni sjálfri og því sem hún segir um okkur sjálf, sem okkar náskyldasti frændi eins og áður sagði:

Í fyrsta lagi eru menn heillaðir af sérstöðu sinni sem tegund. Í stuttu máli er Homo sapiens fiskur sem gekk á land, hékk í tré og gengur nú uppréttur á afturlimunum. Bróðurpartur erfðamengis okkar er eins og annara prímata og mjög svipaður fiskum og jafnvel þráðormum. Vissulega hafa nokkrar breytingar orðið, sumar eru einstakar fyrir prímata sem hóp, og síðan aðrar sem einkenna manninn. Áætlað er að 30 milljónir basa séu mismunandi milli erfðamengja manns og simpansa, og að 95% þessara breytinga skipti engu máli...séu hlutlausar. 

Paabo og félagar hafa áður raðgreint erfðaefni hvatbera Neanderthalsmanna og komist að því að það er verulega frábrugðið okkar. Næsta verkefni var að raðgreina allt erfðamengi Neanderthalsmanna. Það er erfitt verkefni og vandasamt af mörgum ástæðum.

Í Science í dag (7 maí 2010) eru kynnt fyrstu drög að þessari raðgreiningu. Miðað við hveru ólík erfðamengi okkar og Neanderthalsmanna eru er hægt að álykta að um 500.000 séu liðin frá því að okkar sameiginlegi forfaðir var uppi. Þessar niðurstöður styðja semsagt eldri ályktanir, út frá beinabyggingu og hvatberaerfðaefni um að Neanderthalsmenn hafi verið okkar náskyldustu ættingjar

Það sem vekur meiri athygli er sú ályktun Paabo og félaga að hlutar erfðamengis Evrópu og Asíubúa, séu ættaðir frá Neanderthalsmönnum. Það væri vísbending um blöndun á blóði ef ekki geði. Fjöldi dæma er um að tegundir sem hafa verið aðskildar í 500.000 ár eða meira hafi myndað frjó afkvæmi, og þar með skipst á erfðaefni. Samt sem áður er maður tvístígandi yfir þessum ályktunum, vegna i) erfðileika við að raðgreina forn bein og ii) þess hversu stutt er síðan tegundirnar aðskildust. 

Í heildina varpar erfðamengi Neanderthalskvennana (DNAið var úr beinum þriggja kvenna) athyglisverðu ljósi á líffræði mannsins og uppruna. Það er vissulega gaman að vera sérstakur, en ennþá skemmtilegra að eiga stóra fjölskyldu.

Aðrir pistalar okkar um Neanderthalsmenn

Adam neanderthal og Eva sapiens

Erfðamengi Neanderthalsmannsins

Langa leiðin frá Neanderthal

Vor nánasti frændi andaðist

Voru Neanderthalsmenn í útrýmingahættu?

Frumheimildin:

Richard E. Green og félagar A Draft Sequence of the Neandertal Genome Science 7 May 2010:
Vol. 328. no. 5979, pp. 710 - 722 DOI: 10.1126/science.1188021

Fréttir um erfðamengi Neanderthalsmanna:

BBC Neanderthal genes 'survive in us'

Nicholas Wade New York Times 6 maí 2010 Signs of Neanderthals Mating With Humans

 


Hvað hrærist í undirdjúpunum?

Þegar landafundirnir miklu voru að renna sitt skeið fór fólk að leita að nýjum áskorunum. Heimskautin, undirdjúpin og geimurinn voru eðlilega næst á listanum.

Rannsóknir á hafi og lífríki eyja tengdust í upphafi kortlagningu á meginlöndum og siglingaleiðum, leiðangurinn sem Charles Darwin fór í á Hvutta (HMS Beagle) var öðru þræði hafmælingaleiðangur.

jean_baptiste_charcot_132p.jpgAnnað stórmenni vísindasögunnar Jean-Baptiste Charcot einbeitti sér að lífríki hafsins, sérstaklega við norðurheimskautið. Starf hans var stórmerkilegt og unnið af eljusemi og virðingu fyrir náttúru og mönnum samanber bók Serge Kahn um Charcot, sem gefin var út af JPV í þýðingu Friðriks Rafnsonar. Náttúran tvinnaði saman nafn Charcot og Íslands.

Þann 16. september 1936 fórst franski leiðangursstjórinn og landkönnuðurnn Jean-Baptiste Charcot með allri áhöfn utan einum á rannsóknaskipinu Pourquoi Pas? út af Mýrum í Borgarfirði* og átti þá að baki langt og merkilegt rannsóknarstarf á suður- og norðurpólnum ásamt mönnum sínum. Af vef HÍ.

Ég bendi fólki á að í Sandgerði má skoða sýningu um störf Charcot og félaga - Heimskautin heilla (mynd af Charcot er af þeim vef).

Einnig vill ég benda áhugafólki um lífríki hafsins og fræðimönnum á að 7-11 júni verður alþjóðleg ráðstefna um líf í undirdjúpunum. Um er að ræða 12. alþjóðlegu djúpsjávarráðstefnuna sem haldin er á vegum Líffræðistofnunar Háskóla Íslands og Háskólaseturs Suðurnesja í Sandgerði. Hún verður haldin í Öskju og samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum.

Við sjáum fram á að geta boðið íslenskum vísindamönnum að taka þátt fyrir mjög hagstætt verð eða aðeins 16.000 kr. Innifalið í gjaldinu eru ráðstefnugögn (vegleg taska, ráðstefnubók ofl.), kaffi og léttur hádegisverður alla dagana, utan miðvikudagsins 9. júní en engir fyrirlestrar verða þann dag vegna ráðstefnuferðar. Framhaldsnemum er ennfremur gefinn kostur á mjög góðum afslætti (viðkomandi hafi samband beint við skipuleggjendur).

* Eins og Jóhannes, móðgaði mýrarmaðurinn, benti á eru Mýrar ekki í Borgarfirði. Borgarfjörðurinn stendur í skugga Mýranna...jafnvel þótt sunnar sitji.


Í laufskálanum tifa maríuhænur

Fimmti þátturinn í röðinni lífið , sem Rúv sýnir flest mánudagskvöld, var í gærkveldi. Reyndar missti ég af fyrsta hlutanum en kom að þegar dvergflæmingjarnir* voru að sinna eggjum sínum og ungum, á upphlöðunum leirhraukum í steikjandi hita. Þátturinn...

Loftslag: Útdauðinn fyrir 250 milljónum ára

Var að lesa fínan pistil á Loftslag.is um útdauða fyrir 250 milljónum ára. Eitt af minna þekktu lögmálum lífsins er það að allar tegundur deyja út, að endingu. Einnig hefur komið í ljós að útdauði tegunda er ekki stöðugur þegar litið er yfir jarðsöguna....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband