Leita í fréttum mbl.is

Æ, æ, æ og æ

Nokkur vandamál blasa við.

Í fyrsta lagi er sjaldgæft að fundur gens leiði til þróunar lyfs. Í gagnagrunnum eru nú til fleiri þúsund gen sem hafa áhrif, mismikil og fjölskrúðug, á hina og þessa sjúkdóma. En aðeins lítill hluti þeirra hefur leitt til nýrra lyfjameðferðar, sem samþykkt hefur verið af heilbrigðisyfirvöldum.

Í öðru lagi tekur það langan tíma að þróa lyf, jafnvel þótt að það sé vitað hvaða líffræðilega ferli sé úr garði gengið í viðkomandi sjúkdómi (lyf geta haft margvíslegar aukaverkanir eða ekki komist að markfrumum sínum og þess háttar, og gegn sumum sjúkdómum er bara ekki hægt að þróa lyf). Þess vegna er staðhæfing eins og þessi mjög óábyrg:

Líklega gætu fyrstu lyfin verið tilbúin til prófunar eftir um það bil 3 ár.  

Við gætum allt eins haldið því fram að fyrsta nýlenda manna á sólinni gæti verið tilbúin eftir 15 ár (þ.e. ef tilraunir okkar til að slökkva á sólinni, snöggkæla hana og flytja nokkur hjólhýsi þangað ganga eftir).

Þetta tvennt á að vera öllum erfðafræðingum ljóst, þótt vissulega hafi sumum læknum og liffræðingum fundist í lagi að halda öðru fram, m.a. fyrirtækjum sínum til framdráttar (t.d. Íslensk erfðagreining - sjá lögmál erfðafræðinnar).

Í þriðja lagi er frétt mbl.is bara bein þýðing, málsgrein fyrir málsgrein, á frekar stuttaralegu skeyti á vefsíðu Sky. Sbr: 

Sérfræðingar eru að gera tilraunir með lyf, sem kynnu að lengja líf fólks, að sögn Sky sjónvarpsstöðvarinnar. Lyfið er sagt líkja eftir þremur genum, sem öll hafa áhrif á lífslíkur.

The drug, which could be ready for testing within three years, is designed to mimic the actions of three 'super genes' which all significantly increase the chances of living past 100.

Tvö þessara gena auka framleiðslu svonefnds góðs kólesteróls í líkamanum sem aftur dregur úr líkum á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli. Þriðja genið dregur úr hættu á sykursýki. Fólk, sem fæðist með þessa erfðavísa eru 20 sinnum líklegra en annað fólk að ná 100 ára aldri og 80% minni líkur eru á að það fái Alzheimer-sjúkdóm en fólk sem ekki er með þessa erfðavísa.

Two of the genes increase the production of so-called good cholesterol in the body, reducing the risk of heart disease and stroke, while the third helps to prevent diabetes.

People born with the genes are 20 times more likely to live past 100, and 80% less likely to develop Alzheimer's.

Ég er búinn að skrifa nokkra pistla á þessum nótum, þar sem litið er gagnrýnum augum á vísindaumfjöllun mbl.is. Þetta er dálítið eins og ætla að kenna hundi á ritvél, hann sýnir ágæt tilþrif annað slagið en síðan fer allt í sama, "naga lyklaborðið - slefa á pappírinn" farið. En jæja kraftaverkin gerast ekki af sjálfu sér.


mbl.is Lyf í þróun til að lengja lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira um kríurnar hans Ævars

Fyrir tæpum mánuði var tilkynnt um stórbrotið ferðalag kríunnar

Samstarf Ævars Petersen og nokkura erlendra vísindamanna snérist um að merkja kríur með örsmáum skráningartækjum, sem gerði þeim kleift að fylgjast með flugi þeirra heimskautanna á milli.

Greinin var fyrst birt á vef PNAS, og er nú komin út á prenti. Hér að neðan eru tvær myndir úr greininni, sem rekja flug einstakra fugla frá norðri til suðurs (grænt) og til baka (gult).

Það er eftirtektarvert að fuglarnir velja tvær leiðir þegar þeir nálgast miðbaug á suðurleiðinni. Sumir, þar með allir íslensku fuglarnir (eftir því sem ég best veit) fylgja strönd Afríku, á meðan annar hópur leggur að við Brasilíu og fljúga með strönd suður Ameríku.

Frumheimild:

Tracking of Arctic terns Sterna paradisaea reveals longest animal migration Carsten Egevang, Iain J. Stenhouse, Richard A. Phillips, Aevar Petersen, James W. Fox og Janet R. D. Silk, PNAS 2010.

kria_samerikuleidin.jpg

 

kria_afrikuleidin.jpg


Erindi: Mótefnavaki

Fimmtudaginn 4. febrúar 2010 mun Haraldur Björnsson halda erindi um mótefnavaka í Moritella viscosa, bakteríu sem veldur vetrarsárum í eldisfiski. Verkefnið snérist um að einangra mótefnavaka, sem er sá hluti bakteríu sem ónæmiskerfi fisksins þekkir og...

Ábyrgðin liggur hjá...

Þessi grein læknisins Wakefield er vitanlega kveikjan, en ábyrgðin liggur víðar. Lancet viðurkennir að þeir beri að hluta ábyrgð. Vísindatímarit treysta á að vísindamennirnir sem senda þeim greinar falsi ekki niðurstöður sínar, og að yfirlesarar og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband