Leita í fréttum mbl.is

80 manna úrtak

Margir vísindamenn stunda rannsóknir sem nýtast beint við meðhöndlun sjúkdóma, hjálpa okkur að lifa heilbrigðu lífi og gefa okkur hugmyndir um skynsamlegar forvarnir.

Krafan er samt sú tilraunirnar séu rétt upp settar, tölfræðin traust og niðurstöðurnar ekki oftúlkaðar.

Það er almennt talið að lýsi sé allra meina bót, m.a. áskrift á betri tauga og heilastarfsemi.

Það merkilega er að sorglega lítið af rannsóknum styður þetta. Ben Goldacre hefur rakið í nokkrum pistlum og bókarkafla hvernig á ekki að setja upp tilraunir (The fishy reckoning). Pillufyrirtækið Equazen og sveitarfélag í norður Englandi (Durham Council) settu upp rannsókn á áhrifum lýsis á frammistöðu á prófi, nema hvað þeir gleymdu að hafa viðmiðunarhóp.

Í slíkum rannsóknum verður að hafa viðmiðunarhóp, og það verður að tryggja að það sé tilviljun háð hvort einstaklingur fái meðhöndlun eða lyfleysu (ekki gervilyf).

Önnur yfirlitsrannsókn dró saman niðurstöður úr nokkrum rannsóknum á andlegri hæfni 65 ára og eldri. Þar var ályktað að það væru ónóg gögn til að meta hvort lýsi/Omega-3 hefðu áhrif á greind (cognative ability) þessa hóps.

There was insufficient evidence to evaluate the effect of omega-3 fatty acids on any cognitive domains. 

Ég vil taka fram að það er alls ekki ómögulegt að lýsi, eða bara fiskur yfir höfuð hafi jákvæð áhrif á þroskun ungviðis eða greind.

Rannsóknin sem kynnt er í Morgunblaðinu er byggð á 80 einstaklingum, sem er frekar lítið úrtak, enda er talað um þetta sem forrannsókn (preliminary study), sem gefi vísbendingar sem fylgja þurfi eftir. Réttast hefði verið að rannsóknahópurinn hefði sótt um meira fjármagn og gert rannsóknina almennilega en af einhverri ástæðu var send út fréttatilkynning...og kötturinn þar með úr sekknum. 

Hinn hluti vandamálsins er hvernig fréttastofur - ritstjórar - fréttamenn meðhöndla vísindalegar fréttir. Þeir oftúlka forrannsóknir, slá ekki varnagla, skilja ekki veikleika rannsóknanna og lepja upp villur hver frá öðrum (í hvíslara-hrings-stíl).

Frétt BBC Fish oils 'beat mental illness'

Taking a daily fish oil capsule can stave off mental illness in those at highest risk, trial findings suggest

AP fréttatilkynning

Fish oil pills may be able to save some young people with signs of mental illness from descending into schizophrenia, according to a preliminary but first-of-its-kind study.

Þessar varkáru inngangsetningar verða að staðhæfingu hjá mbl.is.

Þeir sem eru líklegir til að fá geðsjúkdóma geta dregið úr hættunni á því með því að taka inn lýsi daglega, samkvæmt nýrri rannsókn.

Reyndar kemur varkárara orðalag í næstu málsgrein, en þá hefur lesandinn þegar myndað sér skoðun.

Ítarefni:

Fréttatilkynning frá AP, birt í New York Times  Fish Oil Shows Promise in Preventing Psychosis

Ian Goldacre - (badscience.net) The fishy reckoning og skyldar færslur um Durham rannsóknina.

BBC Fish oil brain study 'laughable' og Agency doubts fish oil benefits.


mbl.is Fiskiolía verndar geðheilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju - vísindavefurinn 10 ára

Fyrir 10 árum var settur á laggirnar vefur þar sem hver sem er gat spurt hvaða spurningar sem er um vísindi.

Fjallað er um vísindavefinn, og rætt við aðstoðarritstjórann Jón Gunnar Þorsteinsson í Fréttablaði dagsins (29. janúar 2010) undir fyrirsögninn Hver stal kökunni úr krúsinni? 

Af þessu tilefni verður málþing um vísindamiðlun í dag, í Þjóðmenningarhúsinu milli 14 og 16.

Vísindavefurinn hefur þroskast og dafnað síðan þá, og nú er hann orðin hin ágætasta heimild á mismunandi fræðasviðum. Auðvitað er hann ekki gallalaus, og það fer eftir svarendum hverjar áherslurnar eru í hverju tilfelli, en ég hef ekki orðið var við neinar virkilega alvarlegar skyssur í þeim pistlum um líffræði sem ég hef lesið (þær eru örugglega til staðar, allir gera einhvern tíman mistök).

Þar sem ég er líffræðingur fyrirgefst mér vonandi sú sérviska að tína eingöngu til svör líffræðilegs eðlis sem dæmi um svör á vísindavefnum.

Hvaða fiskur er mest veiddur í heiminum?

Hvers vegna eru pöndur í útrýmingarhættu?

Hvað getið þið sagt mér um arfgeng heilablóðföll?

Af hverju er DNA-sameindin gormlaga?

Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn?

Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"?

Leiðrétting: Málþingið var í Þjóðminjasafninu, ekki Þjóðmenningarhúsinu og ekki Þjóðarbókhlöðunni. Komst að því þegar ég mætti í hlöðuna. Vonandi afvegaleiddi ég ekki einhverja fleiri. Takk Eyja fyrir leiðréttinguna.


Ísbirnir og pöndur að fornu og nýju

Er ekki eðlilegt að ísbirnir geri fólki skelkt í bringu, þar sem það situr í rólegheitum með blað og kaffibolla? Íslendingar hafa lengstum, af nauð einni, verið í afskaplega góðum tengslum við náttúruna, duttlunga hennar og harðnesku. Það er óþarfi að...

Erindi: um rjúpur og botndýr

Í hádeginu í dag (28. janúar 2010) mun Ólafur K. Nielsen við Náttúrufræðistofnun Íslands ræða um rjúpnastofninn á Íslandi. Ólafur birti fyrr í mánuðinum grein ásamt samstarfsmönnum, um far kríunnar . Erindið verður á Keldum. Úr tilkynningu ....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband