28.1.2010 | 10:36
Erindi: um rjúpur og botndýr
Í hádeginu í dag (28. janúar 2010) mun Ólafur K. Nielsen við Náttúrufræðistofnun Íslands ræða um rjúpnastofninn á Íslandi. Ólafur birti fyrr í mánuðinum grein ásamt samstarfsmönnum, um far kríunnar. Erindið verður á Keldum. Úr tilkynningu.
[F]yrirlestrinum verður fjallað stuttlega um sögu rjúpnarannsókna og síðan verður gerð nánari grein fyrir niðurstöðum rannsókna á samspili fálka og rjúpu og hugsanlegu hlutverki fálkans í stofnsveiflu rjúpunnar.
Á morgun (29 . janúar 2010, kl 16:00) mun Eric dos Santos fjalla um botndýr á hörðum sjávarbotni. Um er að ræða meistaraverkefni sem hann hefur unnið með Jörundi Svavarssyni og á Náttúrustofu suðurnesja. Erindið verður í stofu 132 í Öskju - náttúrufræðihúsi HÍ. Úr tilkynningu:
Á hörðum botni norðan Vestfjarða reyndist botninn einkennast af svömpum og skrápdýrum. Tegundasamsetningin var talsvert breytileg á milli sýnatökustaða og mótaðist aðallega af botngerðinni, auk þess sem hitastig og dýpi höfðu áhrif á tegundasamsetninguna. Á djúpslóðinni við Jan Mayen og á Mohn hrygg var botndýralífið ákaflega fjölbreytilegt og þar voru sæfíflar, marflækjur og sæliljur áberandi.
Eric er fyrirtaks ljósmyndari, ég vil benda ykkur sérstaklega á pöddur á flickr síðu hans.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2010 | 16:49
Tungutal í Apatar
Þessir atferlisfræðingar eru náttúrulega bilaðir, að setja fínar upptökuvélar í hendurnar á simpönsum og leyfa þeim að leika sér með þær í fleiri mánuði. Engu yrði áorkað við að setja páfagauka við stjórnborð kjarnorkuvers eða þráðorma á alþingi Íslendinga (..og þó!).
Myndskeiðin sem aparnir tóku eru frekar brotkennd, en samkvæmt vefsíðu BBC virtust þeir fatta hvernig myndavélin virkaði, skoðuðu myndskeið af öðrum öpum og starfsfólkinu að undirbúa málsverði fyrir þá o.s.frv.
Simpansar eru vissulega skynugar skepnur, kunna að nota verkfæri, lifa í hópum og sýna flókið félagsatferli. Þeir eru svo sannarlega ekki einstakir meðal apa. Nærskyldir ættingjar þeirra Homo sapiens hafa mikla samskiptagetu og mynda stór og flókin samfélög. Tungumál þeirra eru mjög fjölbreytt og samfélög einkennast af mikilli sköpunargleði (þeir búa t.d. til kvikmyndir um 3 metra háar bláar verur og framandi vistkerfi).
Aðrir apar hafa einnig sín eigin tungumál, eins og rannsóknir nokkurra vistfræðinga hafa sýnt. Klaus Zuberbühler byrjaði að rannsaka apa (Diana monkeys - veit ekki um íslenskt heiti) um 1990 og skildi ekkert í skvaldri þeirra.
Nú hefur hann og aðrir ágætis skilning á orðaforða þessara apa og annara. Orðaforðinn litast vissulega af veruleika dýranna, hjá rauðrófu guenonapa* pyow varar við hlébarða og hack varar við skallaerni.
Það sem er kannski stórkostlegast er að þeir geta skeytt saman orðum pyow pyow pyow...hack hack hack þýðir "flýtum okkur héðan burt".
Mismunandi samsetningar af hack og pyow hafa síðan ólíka merking. Hlýða má á tóndæmi á vef the Independent.
Heyrumst...
*Þýðing skv. Kenja dýralífið - putty-nosed monkeys - mynd af vef Cameroon wildlife aid fund.
Ítarefni:
The independent 2008 Steve Connor 'Pyow-pyow': how the putty-nosed monkey tells its friends there's a leopard coming
var articleheadline = "'Pyow-pyow': how the putty-nosed monkey tells its friends there's a leopard coming"
National Geographic 2006 Nicholas Bakalar Monkeys Use "Sentences," Study Suggests
The New York Times 2010 Nicholas Wade Deciphering the Chatter of Monkeys and Chimps
![]() |
Fyrsta kvikmyndin gerð af öpum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2010 | 13:41
Landnotkun 2010
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2010 | 09:40
Plastfjallið
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó