Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Mjölhaus á föstudaginn

Bogi Andersen vinnur við Læknisfræði- og Lífefnafræðideildir Kaliforníuháskóla í Irvine (Departments of Medicine and Biological Chemistry, University of California, Irvine).

Hann hefur verið að rannsaka myndun þekjufruma, sem koma m.a. að þroskun hársekkja, mjólkurkirtla og augnaloka. Rannsóknirnar hafa leitt hann að umritunarþættinum Grainyhead (sem er kveikjan að titli pistilsins), og hann mun halda erindi næsta föstudag (18. des. 2009 kl 13:00 í 132 í Öskju). Titill erindisins er Grainyhead: an evolutionarily conserved transcription factor for epithelial barrier formation.

virgin2.jpgMyndin hér til hliðar er af mjólkurkirtlum 6 vikna gamallar músar. Mjólkurgangarnir eru litaðir með bláu, og þeir þræðast inn í vefinn og munu þannig geta safnað saman mjólk sem myndast allsstaðar í músabrjóstinu. Myndin er af síðu rannsóknastofu Boga og félaga.

Bogi er sannur íslendingur og tileinkar hluta vefsíðu rannsóknarhópsins sögunni, sýnir m.a. myndir af bernskuslóðunum í Vestmannaeyjum.

Tilkynning á vef HÍ.

Vefur rannsóknastofu Boga Andersens.


Kolkrabbar eru þrælsnjallir

Ráða má af hegðun margra tegunda dýra að þau búi að greind, rökvísi og tilfinningum.

Þetta var viðfangsefni okkar í pistli um andlega vanfæra menn.

Þar var vísað meðal annars í grein í National Geographic sem ræðir m.a. frábærlega snjallan kolkrabba.


mbl.is Kolkrabbar ekki eins vitlausir og þeir virðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill rokk

Brjálaða býflugan frændi minn ætlar að halda ókeypis tónleika í listasafni Reykjavíkur nú á fimmtudaginn (17. des.) kl 20:30. Egill Sæbjörnsson verður með tónleika ásamt mörgum, kunnum tónlistarmönnum í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi næstkomandi...

Eru til karlkyns eggjastokkar?

Stefán Vilberg á Vísindin.is tók saman pistil um nýlega rannsókn um þroskun og viðhald eggjastokka. Hvernig vita allar frumur í líkamanum hvers kyns viðkomandi einstaklingur er? Það eru til dæmi úr skordýrum, þar sem líkamar dýranna eru samsettir úr...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband