Leita í fréttum mbl.is

Evolution of sex

Af hverju stunda lífverur kynæxlun?

Kynæxlun virðist verri kostur en kynlaus æxlun.

1) Lífverur sem stunda kynæxlun ná bara að senda helming erfðaefnis síns í hvert afkvæmi, verur sem stunda kynlausa æxlun senda afrit af öllu sínu erfðaefni í hvert afkvæmi.

Þetta er helmings munur í hæfni. Þróunarfræðin sýnir okkur að jafnvel smávægilegur munur í hæfni dugir fyrir náttúrulegt val. Hvers vegna í ósköpunum burðast flestir heilkjörnungar með kynæxlun, sem er helmingi lélegri en kynlaus æxlun?

Tvö önnur atriði mæla einnig gegn kynæxlun.

2) Það þarf bara einn einstakling fyrir kynlausa æxlun á meðan lífverur sem stunda kynæxlun þurfa að finna maka og allt það vesen.

3) Lífverur sem stunda kynæxlun eru berskjaldaðar fyrir kynsjúkdómum (og öðrum sýklum eins og t.d. stökklum).

Ein af ráðgátum líffræðinnar er, hvers vegna er kynæxlun svona algeng?

Hvernig stendur ... á því að kynæxlun er mun útbreiddari en kynlaus æxlun og að tegundir sem stunda kynlausa æxlun verða ekki þróunarlega gamlar?

Margir hafa tekist á við þessa ráðgátu, en John Maynard Smith gerði henni sérstaklega góð skil í bók sinni um þróun kynæxlunar (The evolution of sex) sem kom út 1978.

Enska orðið fyrir kynæxlun (sex) þýðir einnig kynlíf sem gefur kost á ákveðinni tvíræðni. Ég ruglaði þessu tvennu saman í hreinni fávisku í samdrykkju líffræðinema og heimspekinema fyrir nokkrum árum (umræðuefnið var klónun). Það er ágætt að láta leiðrétta sig; að roðna og finnast maður vera vitlaus er sérstaklega notalegt.

Snæbjörn Pálsson um kynna ráðgátuna og þær tilgátur sem líffræðingar hafa sett fram til að útskýra hana í fyrirlestri 12 desember næstkomandi. Það verður lokahnykkur Darwin daganna 2009.

Ítarefni:

PBS vefsíða um þróun og kynæxlun

Minningargrein í the Guardian um John Maynard Smith


Vísindin eða biblían

Félagslegi þátturinn er stórlega vanmetinn í rannsóknum á andlegri líðan og líkamlega ástandi dýra og manna. Rannsóknin sem hér um ræðir er vitanlega byggð á rottum, og grunnforsendan er sú að rottur og menn eru skyldar lífverur og þar af leiðir, getum við notað rottur sem líkön fyrir mannasjúkdóma.

Hugmyndin um þróun vegna náttúrulegs vals komin frá Darwin og Wallace, og hún hjálpar okkur bæði að skilja sameiginlega líffræði tegunda og einnig muninn á milli þeirra. Tegundir sem búa nálægt miðbaug þurfa ekki að takast á við sama umhverfi og þær sem búa við heimskautin. 

Hluti af þeim sjúkdómum sem er að hrella norður evrópubúa getur verið arfleið sögu forfeðra okkar, sem þurftu að lifa við erfiðar aðstæður á norðurhjara. 

Þá hefur örugglega verið gott að hafa félagsskap.

Mannapar, að undanskildum órangútan-öpum, eru allir félagslífverur. Það þýðir að við dveljum lengstum í hópum, 20-100 dýra hópum, en erum sjaldan ein á flakki.  Undantekningarnar eru reyndar ung dýr (menn) sem oft fara á flakk og leita að nýjum hópum-félagsskap. Slík ævintýramennska (eða ævintýra-apska) gæti reyndar verið hagstæð, því hún dregur úr líkunum á innrækt. Kynæxlun milli óskyldra einstaklinga dregur úr innrækt.

Það hefur ekki verið markmiðið með þessu bloggi að munnhöggvast við krossfara eða aðra trúarpostula (leitið frekar til KT eða drekans). En af gefnu tilefni.

Þótt einstaka setningar í trúartextum hafi sannleiksgildi, þýðir það ekki að trúartextarnir í heild sinni séu sannir.

Vísindin eru mun gagnlegri leið en biblíulestur til að komast að sannleikanum um orsakir sjúkdóma, líffræði mannsins og fall epla til jarðar.
mbl.is Einsemd eykur líkur á krabba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brekkubobbar í Mýrdal

Mýrdalurinn er einstakur, fjaran, hamrarnir og Reynisdrangar, Katla hulin jökli gnæfir yfir öllu. Mynd af vefnum www.vik.is, tekin af Jónasi Erlendssyni. Skemmtilegasta námsferð sem ég fór í meðan á líffræðináminu stóð var til Víkur. Námskeiðið var...

Frá stuttermabol til hundafata

Vísindamenn er svo sannarlega mannlegir, gera mistök, drýgja hetjudáðir, leggjast í þunglyndi, drykkju eða fara á karlafar, sumir leyfa stjórnmálaskoðunum að stýra sinni vinnu, aðrir giftast hugsjónum en aðrir selja sig fyrir skotsilfur. Hér er ekki...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband