7.12.2009 | 16:26
Þróun kynæxlunar
Þróun kynæxlunar er ein helsta ráðgáta þróunarfræðinnar. Æxlun er breytileg meðal ólíkra tegunda; sumar tegundir æxlast eingöngu kynlaust, aðrar bæði kynlaust og með kynæxlun, og aðrar eingöngu með kynæxlun. Kynæxlun er yfirleitt kostnaðarsöm og kynlaus æxlun hefur auk þess tvöfaldan æxlunarárvinning umfram kynæxlun. Hvernig stendur þá á því að kynæxlun er mun útbreiddari en kynlaus æxlun og að tegundir sem stunda kynlausa æxlun verða ekki þróunarlega gamlar?
Snæbjörn Pálsson mun fjalla um þróun kynæxlunar í fyrirlestri næsta laugardag, 12 desember.
Í fyrirlestrinum verður greint frá skýringum á þróun kynæxlunar sem byggja á erfðafræði og kenningu Darwins um náttúrulegt val þar sem vistfræðilegir þættir skipta einnig lykilmáli. Fjallað verður um ýmis dæmi um rannsóknir á þróun kynæxlunar m.a. um hátt hlutfall kynlausra tegunda á norðurslóðum og einnig um þróunarlegar afleiðingar kynæxlunar sem greina má í formi ýmissa eiginleika sem auka æxlunarárangur einstaklinga.
Snæbjörn Pálsson er dósent við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum verið á sviði stofnerfðafræði og m.a. á áhrifum kynæxlunar á uppsöfnun skaðlegra stökkbreytinga.
Erindið markar endalok fyrirlestraraðar sem efnt var til haustið 2009 í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Charles Darwin og 150 ár eru síðan Uppruni tegundanna kom út.
Nánari umfjöllun má nálgast á darwin.hi.is. Erindið er öllum opið og verður flutt á íslensku. Boðið verður upp á kaffi og með því eftir fyrirlesturinn.
Stund: 12. desember 2009, kl. 13:00.
Staður: Stofa 132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi HÍ.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.12.2009 | 13:39
Hagnýting þróunarlögmálsins
Á undanförnu ári höfum við fjallað töluvert um Charles Darwin og þróunarlögmálið, í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu náttúrufræðingsins og 150 ár frá útgáfu uppruna tegundanna.
Meðal annars var staðið fyrir fyrirlestraröð, undir yfirskriftinni Darwin dagarnir 2009.
Næsti fyrirlestur í röðinni verður erindi Guðbjargar Ástu Ólafsdóttur um það hvernig tegundir verða til. Guðbjörg hefur rannsakað íslensk hornsíli, vistfræði þeirra og er að kanna hvernig afbrigði og þá jafnvel tegundir geta hafa myndast á skömmum tíma hérlendis (12000 ár frá síðustu ísöld).
Meðhöfundur hennar Bjarni K. Kristjánsson hefur rannsakað mest bleikjur hérlendis, og eru þau hluti stórs hóps innlendra líffræðinga sem hafa kafað í vistkerfi vatna og straumvatna hérlendis. Niðurstöðurnar sýna að á Íslandi er mikill breytileiki í ferskvatnsfiskum, mörg afbrigði og fjölbreytileg. Það er vissulega forvitnilegt og skemmtilegt, en hefur einnig hagnýtt gildi.
Bleikjueldi er vaxandi búgrein og með því að nýta þann erfðabreytileika sem til er hérlendis má rækta fyrir ákjósanlegum eiginleikum í eldisstofnum. Slíkt val er kallað kynbótaval, og benti Darwin einmitt á hversu hliðstætt það væri náttúrulegu vali.
Í báðum tilfellum er unnið með arfbundinn breytileika, og síðan fer fram val á gerðum eftir hæfni þeirra. Í tilfelli kynbóta er það ræktandinn sem velur úr hjörð sinni eða fiskitorfu einstaklinga með ákjósanlega eiginleika (t.d. stóra, vöðvamikla, sjúkdómsþolna og heilbrigða fiska). Í náttúrunni lifa þeir af sem eru skárri en aðrir einstaklingar í stofninum. Hæfni þeirra er metin yfir allt lífskeiðið, á grundvelli frammistöðu að vetrarlagi, að sumri, við fæðuöflun, efnaskiptastjórn, o.s.frv. Hæfni lífvera í náttúrunni er mun flóknari en hæfnin sem kynbótamaðurinn skilgreinir, og hún er prófuð hvern einasta dag.
Á Háskólanum á Hólum í Hjaltadal hefur verið stunduð markviss ræktun á bleikjustofnum til fiskeldis. Ari Trausti fjallaði um þessar rannsóknir í þættinum Nýsköpun - Íslensk vísindi fyrir viku. Vonandi lifir hlekkurinn á myndskeiðið einhvern tíma í viðbót (umfjöllunin er í síðasta þriðjungi þáttarins).
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2009 | 10:24
Tveggja mæðra mýs
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.12.2009 | 16:25
Allt vaðandi í fiski....
Vísindi og fræði | Breytt 4.12.2009 kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó