Leita í fréttum mbl.is

Vísindin eða biblían

Félagslegi þátturinn er stórlega vanmetinn í rannsóknum á andlegri líðan og líkamlega ástandi dýra og manna. Rannsóknin sem hér um ræðir er vitanlega byggð á rottum, og grunnforsendan er sú að rottur og menn eru skyldar lífverur og þar af leiðir, getum við notað rottur sem líkön fyrir mannasjúkdóma.

Hugmyndin um þróun vegna náttúrulegs vals komin frá Darwin og Wallace, og hún hjálpar okkur bæði að skilja sameiginlega líffræði tegunda og einnig muninn á milli þeirra. Tegundir sem búa nálægt miðbaug þurfa ekki að takast á við sama umhverfi og þær sem búa við heimskautin. 

Hluti af þeim sjúkdómum sem er að hrella norður evrópubúa getur verið arfleið sögu forfeðra okkar, sem þurftu að lifa við erfiðar aðstæður á norðurhjara. 

Þá hefur örugglega verið gott að hafa félagsskap.

Mannapar, að undanskildum órangútan-öpum, eru allir félagslífverur. Það þýðir að við dveljum lengstum í hópum, 20-100 dýra hópum, en erum sjaldan ein á flakki.  Undantekningarnar eru reyndar ung dýr (menn) sem oft fara á flakk og leita að nýjum hópum-félagsskap. Slík ævintýramennska (eða ævintýra-apska) gæti reyndar verið hagstæð, því hún dregur úr líkunum á innrækt. Kynæxlun milli óskyldra einstaklinga dregur úr innrækt.

Það hefur ekki verið markmiðið með þessu bloggi að munnhöggvast við krossfara eða aðra trúarpostula (leitið frekar til KT eða drekans). En af gefnu tilefni.

Þótt einstaka setningar í trúartextum hafi sannleiksgildi, þýðir það ekki að trúartextarnir í heild sinni séu sannir.

Vísindin eru mun gagnlegri leið en biblíulestur til að komast að sannleikanum um orsakir sjúkdóma, líffræði mannsins og fall epla til jarðar.
mbl.is Einsemd eykur líkur á krabba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brekkubobbar í Mýrdal

Mýrdalurinn er einstakur, fjaran, hamrarnir og Reynisdrangar, Katla hulin jökli gnæfir yfir öllu.

mynd%2012Mynd af vefnum www.vik.is, tekin af Jónasi Erlendssyni.

Skemmtilegasta námsferð sem ég fór í meðan á líffræðináminu stóð var til Víkur.

Námskeiðið var stofnerfðafræði, sem fjallar um erfðabreytileika innan stofna. Rætt var um áhrif byggingu stofna, sögu þeirra, tilviljana og náttúrulegs vals á erfðabreytileikann.

Í hvannarskóginum í hlíðunum fyrir ofan Vík, og í gljúfrum og hömrum á þessum slóðum má finna Brekkubobba. Brekkubobbar eru sniglar með harða skel, sem hafa löngum verið eftirlæti líffræðinga, því innan tegunda má oft finna mjög mikinn breytileika í lit og bandamynstri. Sumir eru dökkir, aðrir ljósir, sumir með þykk bönd en aðrir mjó. 

Einar Árnason, sem kennir stofnerfðafræðina við HÍ, sýndi okkur að tíðni lita gerðanna fer eftir því hvar í klettunum eða gljúfrunum bobbarnir búa. Hæfni sniglana fer eftir lit þeirra, dökku sniglarnir eru algengari í ákveðnu búsvæði en þeir ljósari í öðru.

Lagt var til í nýrri náttúruverndaráætlun að blessaðir bobbarnir í Mýrdalnum yrðu verndaðir.

Það er ekki vinsælt hjá heimamönnum, sbr. Fréttablaðið í dag. Líklega ráða þar hugmyndir um göng og veg.

Tillaga að nýrri náttúruverndaráætlun

Hvönn og brekkubobbar í vegi

 
Íbúafundur í Mýrdalshreppi hafnaði friðlýsingu á hvannastóði undir Reynisfjalli. Þar er búsvæði sniglategundarinnar brekkubobba og vill Umhverfisstofnun friða það.

Í niðurstöðu íbúafundarins, sem sóttur var af 80 til 100 manns, sagði hins vegar að ekki yrði séð að hvönn eða brekkubobba væri nokkur hætta búin af manna völdum. Þá sagði umhverfis- og náttúruverndarnefnd Mýrdalshrepps að sú sátt sem ætti að vera forsenda friðlýsingarinnar meðal heimamanna væri ekki fyrir hendi. Í kjölfarið hafnaði sveitarstjórn öllum friðlýsingaráformum að svo komnu máli. - gar

Fréttablaðið 8. desember 2009.

Nokkrir bobbar af Flickr síðu Erlings Ólafssonar.


Frá stuttermabol til hundafata

Vísindamenn er svo sannarlega mannlegir, gera mistök, drýgja hetjudáðir, leggjast í þunglyndi, drykkju eða fara á karlafar, sumir leyfa stjórnmálaskoðunum að stýra sinni vinnu, aðrir giftast hugsjónum en aðrir selja sig fyrir skotsilfur. Hér er ekki...

Þróun kynæxlunar

Þróun kynæxlunar er ein helsta ráðgáta þróunarfræðinnar. Æxlun er breytileg meðal ólíkra tegunda; sumar tegundir æxlast eingöngu kynlaust, aðrar bæði kynlaust og með kynæxlun, og aðrar eingöngu með kynæxlun. Kynæxlun er yfirleitt kostnaðarsöm og kynlaus...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband