30.11.2009 | 17:30
Stórviðburðir í náttúrunni
Viðvörun, lifandi sjónvarpsefni kemur á skjáinn í kvöld. Alvöru raunveruleikaþáttur um stórviðburði í náttúrunni. Um er að ræða þáttaröð frá BBC um öfl náttúrunnar og hversu víðtæk áhrif þau hafa á lífríki og vistkerfi, jafnvel óraveg í burtu. Þulur er náttúrufræðingurinn og heiðursdoktorinn David Attenborough.
Fyrsti þátturinn verður sýndur kl. 20.15 og er titlaður leysingarnar miklu á vef RÚV. Hann fjallar um breytingar sem verða á lífríki heimskautasvæða með tilkomu vorsins, sbr. vef RÚV:
Þegar veturinn er loksins liðinn og sólin hækkar á lofti yfir norðurheimskautssvæðinu verða þar miklar sumarleysingar og undan hafísnum birtast eyjaklasi, sund og höf. Konungar ísbreiðunnar, hvítabirnirnir, eru nú í háska staddir þegar þeir komast ekki út á ísinn til veiða en refir, mjaldar, náhvalir og gríðarstórir fuglahópar njóta þess að sumarið stutta gerir norðurheimskautssvæðið að gósenlandi.
27.11.2009 | 14:58
Spurningar um líf og dauða
Hvers vegna lifa lífverur misjafnlega lengi?
Hvernig geta sumar lífverur svindað á dauðanum, með því að leggjast í dvala?
Hví lifa sumar flugur bara í einn dag, makast og deyja svo?
Hvernig getur fækkun hitaeininga lengt líf bæði orma og músa?
Geta hæfileikar sem nýtast ungiviði orðið þeim til trafala þegar þau fullorðnast?
Svörin við þessum spurningum liggja ekki á lausu, en hópur líffræðinga og lækna hefur á síðustu árum þokast nær, með smáum og oft tilviljanakenndum skrefum.
Einn fótvissasti vísindamaðurinn á þessu sviði er Linda Partridge, prófessor við Lundúnarháskóla. Hún mun fjalla um hina nýju líffræði öldrunar í fyrirlestri á morgun laugardaginn 28 nóvember kl 13:00 (í stofu 132 í Öskju - náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands - allir velkomnir).
Eftir margra áratuga þrotlausar rannsóknir hlýtur hún einnig laun erfiðs síns, í hennar skaut féllu fjögur glæsileg verðlaun á árinu.
2009. Darwin-Wallace medal, The Linnean Society of London
2009. Women of Outstanding Achievement award for Science Discovery, Innovation and Entrepreneurship, UKRC for Women - see www.ukrce4setwomen.org
2009 Royal Society Croonian Prize Lecture - see www.royalsociety.org
2009 Dame Commander of the British Empire, awarded for services to science
26.11.2009 | 20:29
Lyfjafyrirtæki og blekkingar
25.11.2009 | 11:31
Stofnun helguð heilbrigðri öldrun
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó