23.11.2009 | 15:38
Útgáfuafmæli - uppruna tegundanna 24 nóvember
Háskóli Akureyrar og Háskólinn á Hólum efna til ráðstefnu í tilefni 150 ára afmælis Uppruna tegundanna undir yfirskriftinni Undur náttúrunnar.
Að tilefni afmælis Darwins og bókar hans er líka staðið fyrir fyrirlestraröð, næsta erindi fjallar um hina nýju líffræði öldrunar.
Sjá einnig umfjöllun okkar um bókina, frá 149 ára afmælinu í fyrra. "Um uppruna tegundanna..." gefin út
Það er reyndar spurning um hvernig sé best að fagna svona afmæli. Á að leggja áherslu á bókina, höfundinn, hugmyndirnar eða framvindu í moldarhaug?
Á afmæli Darwins 12 febrúar halda sumir sérvitringar matarveislu, þar sem maturinn verður að hafa Darwinlega, þróunarlega eða náttúrulega skírskotun.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2009 | 11:21
Fjölbreytileiki sjávarlífsins
Í kjölfar landafundana miklu voru sendir út af örkinni leiðangrar sem könnuðu náttúru Afríku, Ameríku, Asíu og Ástralíu. Fyrir 300 árum vissi enginn á Íslandi að til væru kengúrur, hvað þá breiðnefir eða pandabirnir. Charles Darwin og Alfred Wallace ferðuðust um heiminn og söfnuðu eintökum af áður óþekktum plöntum, dýrum og steingervingum. Það varð kveikjan að hugmynd þeirra um þróun og um hlutverk náttúrulegs vals sem vél sem útskýrir aðlaganir lífvera að umhverfi sínu.
Höfin eru minnst kannaði hluti jarðarinnar, þrátt fyrir að þekja stóran hluta plánetunar og innihalda gríðarlegan lífmassa og fjölda tegunda. Það er því gríðarmikið verkefni fyrir höndum að kortleggja lífríki undirdjúpana.
Fyrir rúmum áratug var sett í gang verkefni með þetta markmið, Census of Marine Life. Verkefnið er mjög metnaðarfullt, og inniheldur stofnanir frá um 80 þjóðlöndum, þar á meðal Hafrannsóknarstofnun.
Afraksturinn hefur verið kynntur með vísindagreinum, en einnig myndböndum, bókum og fleiru í þeim dúr (ekki undarlegt þar sem National geographic er einn af lykil þátttakendunum).
Við að sjá framandi lífverur (sbr myndir af vef COML) líður manni eins könnuði, sem er að takast á við eitthvað nýtt. Fyrir mér er það skemmtilegasta við líffræðina ekki endilega það sem maður veit, heldur allt sem maður á eftir að læra.
Viðbót:
Sjá einnig á síðu BBC.
![]() |
Fjölskrúðugt líf við hafsbotn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2009 | 16:04
Darwin bolir í úrvali
20.11.2009 | 16:12
Maís með fleiri gen en maður
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó