Leita í fréttum mbl.is

Bólusetningamýtur á visindin.is

Vísindin.is eiga hrós skilið fyrir að hafa rætt um mýtur varðandi H1N1 bólusetningar og svínaflensuna. Pistillinn er byggður á grein úr New Scientist,

Umræðan í kjölfarið hefur verið óvenju snörp. Fólk krefst þess að greinin sé dregin tilbaka, án þess að geta fært rök fyrir þeirri kröfu.

Varðandi mýtu 2. Þetta er bara væg flensa. Dauðsföllin eru meira að segja færri en þegar venjuleg flensa á í hlut.

Dánartíðnin er hærri hjá yngra fólki. Mynd af vef New Scientist.

NewScientistH1N1


Vilja að Ísland allt fái umhverfisvottun

Frá því var greint í fréttablaði dagsins (16 nóvember 2009) að verið er að spá í að fá umhverfisvottun á allt Ísland. Úr fréttinni:

Umhverfismál Líffræðingarnir Menja von Schmalensee og Róbert A. Stefánsson hjá Náttúrustofu Vesturlands hafa sett fram hugmynd um umhverfisvottað Ísland.

Umhverfismál Líffræðingarnir Menja von Schmalensee og Róbert A. Stefánsson hjá Náttúrustofu Vesturlands hafa sett fram hugmynd um umhverfisvottað Ísland. Telja þau hugmyndina raunhæfa leið til að byggja upp ímynd landsins og styrkja á sama tíma ferðaþjónustu, útflutningsgreinar og sjálfbæra þróun. Svandísi Svavarsdóttir umhverfisráðherra lýst vel á hugmyndina.

Menja útskýrir að hugmyndin hafi sprottið frá því þegar unnið var að umhverfisvottun Snæfellsness, sem svæðið hlaut árið 2008. "Eftir Umhverfisþing umhverfisráðuneytisins á dögunum fannst okkur rétti tíminn til að reyna að ýta hugmyndinni úr vör. Þar voru skilaboð fyrirlesara og þinggesta mjög skýr á þann veg að Íslendingar ættu að reyna að finna nýjar og sjálfbærar leiðir til að byggja upp landið að nýju í kjölfar bankahrunsins."

Menja og Róbert settu þessa hugmynd fram í skýrslu sem aðgengileg er á vef náttúrustofu Vesturlands.

Mér finnst eitt af því sem verði að taka á sé verndun íslenskrar náttúru, bæði gegn áformum um framkvæmdir og ekki síst gagnvart innfluttum tegundum. Það er nokkuð sem Peter og Rosemary Grant hömruðu á í lok fyrirlesturs síns um finkurnar á Galapagos. Mér þykir einnig líklegt að Hafdís Hanna Ægisdóttir leggi sömu áherslu í fyrirlestri sínum um lífríki eyja.


Lífríki eyja: sérstaða og þróun

Þann 21. nóvember mun Hafdís Hanna Ægisdóttir halda erindi er nefnist Lífríki eyja: sérstaða og þróun . Allt frá tímum Darwins og heimsóknar hans til Galapagoseyja hafa eyjar vakið athygli fyrir sérstætt plöntu- og dýralíf. Tröllvaxin skriðdýr og...

Lítil umræða um mikilvægt málefni

Á morgun mun Einar Árnason fjalla um breytingar á þorskstofninum í kjölfar fiskveiða , erindið hefst kl 13:00 og er öllum opið. Eftir að grein Einars Árnasonar og félaga um Pan 1 í þorskinum var dálítil umræða í fjölmiðlum um það hvort að áhrif veiða á...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband