Leita í fréttum mbl.is

Hestar og fléttur

Erfðamengi næstum tuttugu hryggdýra hafa nú verið raðgreind. Við sjáum mjög sterka hliðstæðu í gerð gena, samsetningu þeirra og erfðamengjanna milli allra þessara hryggdýra. Að auki þá getum við reiknað þróunartré út frá erfðamengjum þessara hryggdýra, og það tré er mjög áþekkt því tré sem við fengum út frá samanburði á svipgerð og beinabyggingu. Það staðfestir spá Charles Darwins, að ef þróunartréð er raunverulegt, þá ættu gögn af mismunandi tagi að styðja sama tré.

Raðgreining erfðamengja hófst fyrir rúmum áratug. Bakterían Haemophilus influenzae var raðgreind 1995 og fyrsti heilkjörnungurinn (gersveppurinn ástsæli) ári síðar. Erfðamengi ávaxtaflugunnar var fyrst kynnt árið 2000 og fjarskylds tvífætts ættingja hennar sem við könnumst við.

Hér er líffræðilegum fyrirbærum hampað, án nokkurar blygðunar.

Fyrsta íslenska erfðamengjaverkefnið sem snýst að heilkjörnungi verður rætt á líffræðiráðstefnunni í dag.


mbl.is Erfðamengi hrossa rakið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líf og fiskur í Öskju

Fjölbreyttar íslenskar vísindarannsóknir verða til umfjöllunar á ráðstefnu Líffræðifélags Íslands, 6. og 7. nóvember næstkomandi. Í rúmlega hundrað erindum verður meðal annars fjallað um breytingar í útbreiðslu fiskistofna við landið, fækkun sjófugla, ný íslensk skordýr, ættgenga heilablæðingu, nýja sjúkdóma í laxfiskum, sumarexem í hrossum, breytingar á komutíma farfugla, samskipti stóðhesta, smádýr sem lifðu ísöldina af á Íslandi og tvíkynja meri, svo fátt eitt sé nefnt.

 

Í yfirlitserindum verða teknar saman nýjustu niðurstöður rannsókna á fjölbreyttum fræðasviðum líffræðinnar. Fjallað verður um framfarir í mannerfðafræði, vistkerfi norðurslóða, þroskun taugakerfisins, mikilvægi náttúruverndar og þróun atferlis.

 

Ráðstefnan er haldin í tilefni af 30 ára afmæli Líffræðifélags Íslands og 35 ára afmælis Líffræðistofnunar háskólans. Á henni kynna vísindamenn úr fjórum íslenskum háskólum, fjölda stofnana og náttúrufræðisetra, sem og íslenskir vísindamenn sem starfa erlendis, niðurstöður sínar.

Ráðstefnan er öllum opin og fer fram í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar, Öskju Náttúrufræðihúsi HÍ (stofum 132, 131 og 130) og sal Norræna húsins. Ráðstefnugjald er kr. 2000 (500 f. nema). Dagskrá og nánari upplýsingar er að finna á á heimasíðu Líffræðifélags Íslands, www.biologia.hi.is.


Vanskapaðir sniglar

Lovísa Ó. Guðmundsdóttir var að fjalla um TBT mengun vegna skipamálingar, sem leiðir til þess að kynfæri snigla eru vansköpuð. Fjallað var um þessar rannsóknir í morgunþætti rásar 2 nú í morgun . (viðtalið byrjar u.þ.b. þegar fjórðungur er liðinn af...

Ó nei stökkbreyting

Það þýðir að það sé breytileiki í stofninum, og að breytileikinn sé arfgengur. Að auki standa veirurnar lyfjagjöf misjafnlega af sér. Hér er öllum forsendum náttúrulegs vals fullnægt. 1. Það er breytileiki, 2. breytileikinn erfist, 3. einstaklingar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband