29.10.2009 | 09:43
Líffræðiráðstefnan 2009
Í tilefni af 30 ára afmæli Líffræðifélags Íslands og 35 ára afmælis Líffræðistofnunar háskólans verður haldin ráðstefna dagana 6. og 7. nóvember 2009.
Taugastilkur sem tengir augnbotn við heilabú ávaxtaflugu, myndina tók Sigríður R. Franzdóttir.
Íslenskir líffræðingar stunda öflugar rannsóknir á mörgum sviðum líffræði, læknisfræði og umhverfisfræði. Á líffræðiráðstefnunni 2009 verða 105 erindi sem lýsa til að mynda rannsóknum á þróun þorskstofnsins, lífríki Surtseyjar, smádýrum sem lifðu af ísöldina og tvíkynja hesti. Í sérstökum yfirlitserindum verður fjallað um framfarir í mannerfðafræði, vistkerfi norðurslóða, þroskun taugakerfisins, mikilvægi náttúruverndar og þróun atferlis. Vísindafólk úr fjórum íslenskum háskólum, fjölda stofnana og náttúrufræðisetra, sem og íslenskir vísindamenn sem starfa erlendis munu kynna niðurstöður sínar á ráðstefnunni.
Ráðstefnan fer fram í aðalsal Íslenskrar erfðagreiningar, Öskju Náttúrufræðihúsi HÍ (stofum 132, 131 og 130) og sal Norræna húsins. Setning föstudaginn er kl 8:20 6. nóvember í sal Íslenskrar erfðagreiningar.
Fimm yfirlitserindi verða haldin á ráðstefnunni.
Föstudaginn 6. nóvember:
Samspil plantna og dýra á norðurslóðum - Ingibjörg Svala Jónsdóttir (kl. 8:40 í ÍE)
Erfðir algengra og flókinna sjúkdóma: deCODE verkefnið Unnur Þorsteinsdóttir (kl. 9:20 í ÍE)
Laugardaginn 7. nóvember:
Ferðalög fruma við þroskun taugakerfisins - Sigríður Rut Franzdóttir (kl. 8:40 í 132 Öskju)
Vistkreppa eða náttúruvernd - Hjörleifur Guttormsson (kl. 9:20 í 132 Öskju)
Þróun atferlis - Sigurður S. Snorrason og Hrefna Sigurjónsdóttir (kl. 13:00 í 132 Öskju)
Ráðstefnugjald er kr. 2000 (500 f. nema). Skráningu ber að senda á netfangið liffraediradstefna@mail.holar.is. Þeir sem kynna rannsóknir sínar með veggspjöldum eða erindum eru sjálfkrafa skráðir. Í ráðstefnugjaldi er innifalinn miði á haustfagnað Líffræðifélags Íslands sem haldinn verður 7. nóvember í Gyllta sal Hótel Borgar.
Sjá nánar á heimasíðu Líffræðifélags Íslands, biologia.hi.is.
Vísindi og fræði | Breytt 30.10.2009 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 18:12
Hinn viti borni maður
Homo sapiens, hinn viti borni maður. Er þetta oflof eða kaldhæðni? Hér höfum við lagt áherslu á þá staðreynd að maðurinn er hluti af dýraríkinu og lífheiminum. Tegundin okkar er vissulega merkilegt dýr, en alls ekki annars eðlis en hinar lífverurnar. Við finnum gen skyld okkar genum í froskum, risafurum og gersveppum. Og þau mynda ótrúlega svipaðar prótínsameindir sem geta innt sambærileg störf af hendi.
Það er jú satt að engin önnur lífvera getur nýtt sér verkfæri eins og við eða tekist á um stórar hugmyndir eins og við. En samt sjáum við sömu grunneiningar og samfélagshæfni okkar byggist á í öpum, úlfum og fuglum. Dýr sýna rökhugsun og leysa einföld stærðfræðidæmi.
Næst komandi laugardag ætlum við að fá einn viti borinn mann til að segja okkur hvaða hugmyndir Darwin hafði um sérstöðu mannsins og greind okkar. Svarið verður örugglega flóknara en 42.
Vísindi og fræði | Breytt 30.10.2009 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 09:37
Von og væntingar
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.10.2009 | 18:29
Erindi: miRNA og krabbamein
Vísindi og fræði | Breytt 29.10.2009 kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó