26.10.2009 | 15:43
Rannsóknir Darwins á vitsmunalífi mannsins
Þann 31. október mun Joe Cain halda erindi er nefnist Rannsóknir Darwins á vitsmunalífi mannsins. Í erindinu verður fjallað um rannsóknir Darwins á manninum, sérstaklega rannsóknir á þróun æðri vitsmuna, eiginleika sem einkenna manninn og aðgreina hann frá dýrum. Útlistun á þróun þessara eiginleika var eitt erfiðasta vandamálið sem Darwin stóð frammi fyrir í rannsóknum sínum. Það hefur æ síðar vafist fyrir vísindamönnum og jafnframt heillað þá. Dr. Joe Cain mun á aðgengilegan hátt varpa ljósi á tilraunir Darwins til að skýra viðfangsefnið.
Myndin er ekki af Joe Cain. Um er að ræða mynd frá nítjándu öld sem sýnir svipbrigði, já og putta.
Joe Cain er dósent í sögu og heimspeki líffræðinnar við Department of Science and Technology Studies við University College í London. Í rannsóknum sínum hefur hann einkum beint sjónum að sögu þróunarfræðinnar, sögu vísinda í Bandaríkjunum og rannsóknum á sögu náttúrufræða. Joe Cain er einnig sérfræðingur í Darwin, Darwinisma og vísindasagnfræði.
Erindið er hluti af fyrirlestraröð í tilefni 200 ára afmælis Charles Darwin sem fram fer nú á haustmánuðum. Upplýsingar um fyrirlestrana má nálgast á slóðinni darwin.hi.is. Erindið er öllum opið og verður flutt á ensku.
31. október 2009, kl. 13:00, hátíðarsal, aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Sjá einnig fyrri færslu. Athugið, titli fyrirlestursins upp á íslensku var breytt til samræmis við áherslur erindisins.
Þeir sem hafa áhuga á þessu erindi gætu einnig haft áhuga á erindi Hrefnu Sigursjónsdóttur og Sigurðar Snorrasonar um þróun atferlis, sem verður einnig hluti af líffræðiráðstefnunni 2009.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2009 | 10:53
Breyskir vísindamenn
Vísindi eru iðkuð af fólki. Fólk gerir mistök og fremur glæpi.
Kjarni hinnar vísindalegu aðferðar eru skýrt afmarkaðar tilgátur, sem spá fyrir um ákveðin fyrirbæri (t.d. að ef þú tekur koltvíldi úr lofti þá muni planta deyja). Það er mikilvægt að tilgáturnar sé hægt að afsanna. Eins er krafa að tilraunum og rannsóknum sé lýst það nákvæmlega að aðrir hópar geti endurtekið þær. Til að mynda getur hver sem er sannreynt það að plöntur þurfa koltvíldi!
Sumum einstaklingum finnst í lagi að svindla, til að fá víti í fótboltaleik, koma peningum til Tortola eða ná athygli girnilegs karlmanns. Hwang Woo-suk falsaði niðurstöður sínar, birti greinar byggðar á lygum. Áður en það komst upp var hann lofsunginn, dáður og fékk stóra styrki. Fallið var mikið, þegar upp komst og nýjustu tíðindin eru þau að hann hafi verið dæmdur fyrir fjársvik.
Svikin komust upp vegna þess að aðrir vísindamenn bentu á að niðurstöður Hwang stóðust ekki og meðhöfundar og ritstjórar sáu að sum gögnin voru fölsuð. Í kjölfarið voru vísindagreinarnar dregnar til baka og Hwang var bannað a rannsaka stofnfrumur.
Hin vísindalega aðferð afhjúpaði svikin, því ef þú falsar gögn og heldur fram einhverju bulli (t.d. því að plöntur lifi á súrefni og framleiði koltvísýring), þá mun einhver í fyllingu tímans afsanna það.
Að endingu vill ég af gefinni ástæðu leggja áherslu á fernt.
1. Ritrýning er ekki lokapróf fyrir hverja rannsókn. Heldur það hvort að aðrar rannsóknir styði hana eða ekki. Allar tilgátur þurfa að standast ítrekaðar prófanir.
2. Það að einn maður falsi niðurstöður þýðir ekki að allir vísindamenn séu svindlarar.
3. Svindl er misalvarlegt, Hwang virðist hafa falsað mest af niðurstöðunum í stofnfrumurannsóknum sínum, aðrir teikna ónákvæma mynd af líffæri. Það að vísindamaður svindli þýðir ekki endilega að tilgátan hans sé röng, þó það auki vissulega líkurnar á því!
4. Þó að maður falsi niðurstöður einnar rannsóknar, þýðir það ekki að hann hafi falsað niðurstöður allra sinna rannsókna. Með öðrum orðum, þótt Hwang hafi klúðrað málunum í stofnfrumurannsóknum sínum er alls ekki víst að hann hafi svindlað þegar hann rannsakaði áhrif Cyclosporíns á rottufrumur á áttunda áratugnum.
Ítarefni
Pistill Magnúsar K. Magnússonar um stofnfrumur.
Grein NICHOLAS WADE í New York Times, Korean Scientist Said to Admit Fabrication in a Cloning Study 16. desember, 2005.
![]() |
Vísindamaður sakfelldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 30.10.2009 kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2009 | 09:20
Erindi: Mús í kerfi
23.10.2009 | 13:28
Steingerðar lífverur og óravídd jarðsögunar
Vísindi og fræði | Breytt 26.10.2009 kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó