Leita í fréttum mbl.is

Opin vísindi

Í gamla daga voru bréf eina leið fræðimanna til að eiga samskipti. Ferðalög voru lúxus á nítjándu öld, og ef t.d. þýskir og bandarískir náttúrufræðingar höfðu áhuga á sama viðfangsefni skrifuðu þeir bréf frekar en að heimsækja hvorn annann.

Öld bréfanna var kveikjan að vísindatímaritum nútímans. Á þeim tíma var prentun kostnaðarsöm og gengu því áhugamenn og félög í samstarf við prentsmiðjueigendur um útgáfu vísindarita. Kjarninn í samkomulagi þeirra var að vísindamenn rituðu greinar, afsöluðu sér höfundaréttinum til útgefenda sem sáu síðan um prentun og dreifingu. Útgefendur öfluðu tekna með áskriftum. Kerfið var til mikilla heilla, fjöldi vísindarita margfaldaðist og niðurstöður og þekking dreifðist til vísindasamfélagsins.

Um lok síðustu aldar hafði landslagið breyst, með netaðgangi að vefsíðum og rafrænum útgáfum vísindagreina. Prentunin var ekki lengur nauðsynleg, og framsýnt fólk sá að e.t.v. væru útgefendu ekki nauðsynlegir heldur. Margir ráku sig nefnilega á að þeir gátu ekki nálgast allar birtar vísindagreinar, því að útgefendur kröfðust áskriftar eða eingreiðslu fyrir. Einnig var það dálítið skrýtið að vísindamennirnir gáfu frá sér höfundarétt en þurftu síðan allir að vera áskrifendur að tímaritum til að geta lesið sér til.

Public library of science og Biomed central breyttu landslagi vísindaútgáfu. Þau buðu upp á nýtt líkan, þar sem vísindagreinar voru opnar öllum á jörðinni (með netsamband) gegn því að höfundar eða stofnanir þeirra greiddu umsýslugjald. Einng spruttu upp gjaldfrjálsar skráarhirslur fyrir handrit eða birtar greinar, eins og arxiv.org síða sem eðlisfræðingar nota. Aðalhugmyndin hér er opinn aðgangur (open access), þ.e. sá að samfélagið styrkir rannsóknir og að samfélagið á skilið að niðurstöður þeirra séu öllum aðgengilegar. Nú er það svo að rannsóknasjóður íslands, sem styrkir meirihluta grunnrannsókna hérlendis krefst þess að vísindalegar niðurstöður séu aðgengilegar í opnum grunnum eða vísindaritum með opinn aðgang.

Nýverið var opnaður gagnagrunnur fyrir íslensku háskólanna opinvisindi.is.

Þar er hægt að skoða greinar eftir starfsmenn háskólanna. 

Skyldar greinar

Arnar Pálsson 7. júlí 2014 PLoS 1 upp í 100.000

Arnar Pálsson 15. apríl 2014 Ritrýni og skuggahliðar vefsins

Arnar Pálsson 16. júlí 2013 Opið aðgengi á Íslandi

Arnar Pálsson 11. janúar 2013 Að senda í PLoS One

Arnar Pálsson 4. mars 2013 Ný opin tímarit á sviði líffræði


Óður í bóksölu stúdenta

Bókin er ein merkilegasta uppfinning mannsins. Hugmyndirnar sem bækur gerðu forfeðrum okkar að skrá, lesa og melta, opnuðu nýjar víddir í sögu lífsins á jörðinni. Þá gat ein tegund samtengt andlega hæfileika sína, lært hvert af öðru, þróað hugmyndir og tengt saman þekkinguna.

Bókin gaf okkur líka tækifæri til að rannsaka tilfinningar okkar og samfélag. Góð skáld setja okkur í spor landnámskvenna eða goða sem fæða úlfa, lögreglu sem borða sviðakjamma eða stúlku sem þvær þvott í Reykjavík, og um leið útvíkka okkar tilfinningalega róf og skilning á meðbræðrum okkar og systrum.

Þegar ég var í BS námi var bóksala stúdenta ein skemmtilegasta uppgötvunin. Á efri hæðinni voru heillandi skáldsögur og fræðibækur sem maður gat gluggað í. Margar af athyglisverðustu bókum sem ég hef lesið komu úr hillum bóksölunnar. Sem ungur líffræðinemi var frábært að lesa Wonderful life eftir Stephen J. Gould eða The blind watchmaker eftir Richard Dawkins, en einnig Ódauðleika Milan Kundera, Mómó eftir Michael Ende eða Myndin af Dorian Gray eftir Oscar Wilde. Maður þrífst ekki á fiskum eða fiskavísindum einum saman.

Bókalestur og bókabúðir hafa verið á undanhaldi, í nútíma nets og þúsund sjónvarpsrása. Ég tel fjarska mikilvægt fyrir okkur sem manneskjur og samfélag að lesa vandaða texta. Undir þann flokk fellur ekki bróðurpartu netskrifa - þ.a.m. þessi pistill. Það viðurkennist fúslega að yðar æruverðugur er ekki barnanna bestur, hef bloggað of lengi og illa, tíst um ómerkilega hluti, en blessunarlega sloppið við snjáldursskrudduskrifin. Því tók ég þá ákvörðun í fyrra að blogga minna og lesa meira.

Nema e.t.v. þegar ég þarf að blogga um mikilvægi þess að lesa, og til að minna fólk á útsölu bóksölu stúdenta...

Þessi mynd af fiski hefur enga tengingu við pistilinn - en myndefni er miðill nútímans.img_1177.jpg


Forngarðarnir miklu, byggðamynstur í nýju landi

Árni Einarsson dýravistfræðingur, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og gestaprófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ flytur erindi Líffræðistofu. Fyrirlesturinn nefnist "forngarðarnir miklu, byggðamynstur í nýju landi"....

Í hringiðu genagalla - var útdauði loðfílanna óumflýjanlegur?

Loðfílar (Mammuthus primigenius) eru eitt frægasta dæmið um útdauða tegundar. Vísindamenn hafa náð heillegu erfðaefni úr loðfílshræjum sem varðveist hafa í sífreranum. Með nútímatækni er hægt að raðgreina erfðaefnið, og skoða erfðafræði og sögu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband