26.10.2009 | 18:29
Erindi: miRNA og krabbamein
Tilkynning frá SKÍ:
Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi býður til málþings
NONCODING RNA Í MYNDUN OG MEÐFERÐ SJÚKDÓMA
27. OKTÓBER KL. 16 Í HRINGSAL LANDSPÍTALA.Dr. Zophonías O Jónsson, Associate Professor of Molecular Biology
"A short overview of short RNAs"Benedikta S Ha\u001fiðadóttir, M.S., PhD student
"MicroRNAs that target Mitf in melanoma cells"Dr. Magnús Karl Magnússon, Professor of Pharmacology
"Non-coding RNAs in cancer progression"Fyrirlestrarnir fara fram á ensku
Á milli fyrirlestra verða ferðastyrkir haustmisseris 2009 afhentir. Starf SKÍ er styrkt af Gróco, Astra-Zeneca og Novartis.
Allir eru velkomnir!
Vísindi og fræði | Breytt 29.10.2009 kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2009 | 15:43
Rannsóknir Darwins á vitsmunalífi mannsins
Þann 31. október mun Joe Cain halda erindi er nefnist Rannsóknir Darwins á vitsmunalífi mannsins. Í erindinu verður fjallað um rannsóknir Darwins á manninum, sérstaklega rannsóknir á þróun æðri vitsmuna, eiginleika sem einkenna manninn og aðgreina hann frá dýrum. Útlistun á þróun þessara eiginleika var eitt erfiðasta vandamálið sem Darwin stóð frammi fyrir í rannsóknum sínum. Það hefur æ síðar vafist fyrir vísindamönnum og jafnframt heillað þá. Dr. Joe Cain mun á aðgengilegan hátt varpa ljósi á tilraunir Darwins til að skýra viðfangsefnið.
Myndin er ekki af Joe Cain. Um er að ræða mynd frá nítjándu öld sem sýnir svipbrigði, já og putta.
Joe Cain er dósent í sögu og heimspeki líffræðinnar við Department of Science and Technology Studies við University College í London. Í rannsóknum sínum hefur hann einkum beint sjónum að sögu þróunarfræðinnar, sögu vísinda í Bandaríkjunum og rannsóknum á sögu náttúrufræða. Joe Cain er einnig sérfræðingur í Darwin, Darwinisma og vísindasagnfræði.
Erindið er hluti af fyrirlestraröð í tilefni 200 ára afmælis Charles Darwin sem fram fer nú á haustmánuðum. Upplýsingar um fyrirlestrana má nálgast á slóðinni darwin.hi.is. Erindið er öllum opið og verður flutt á ensku.
31. október 2009, kl. 13:00, hátíðarsal, aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Sjá einnig fyrri færslu. Athugið, titli fyrirlestursins upp á íslensku var breytt til samræmis við áherslur erindisins.
Þeir sem hafa áhuga á þessu erindi gætu einnig haft áhuga á erindi Hrefnu Sigursjónsdóttur og Sigurðar Snorrasonar um þróun atferlis, sem verður einnig hluti af líffræðiráðstefnunni 2009.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2009 | 10:53
Breyskir vísindamenn
Vísindi og fræði | Breytt 30.10.2009 kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2009 | 09:20
Erindi: Mús í kerfi
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó