Leita í fréttum mbl.is

Erindi: miRNA og krabbamein

Tilkynning frá SKÍ:

Samtök um krabbameinsrannsóknir á Íslandi býður til málþings

NONCODING RNA Í MYNDUN OG MEÐFERÐ SJÚKDÓMA
27. OKTÓBER KL. 16 Í HRINGSAL LANDSPÍTALA.

Dr. Zophonías O Jónsson, Associate Professor of Molecular Biology
"A short overview of short RNAs"

Benedikta S Ha\u001fiðadóttir, M.S., PhD student
"MicroRNAs that target Mitf in melanoma cells"

Dr. Magnús Karl Magnússon, Professor of Pharmacology
"Non-coding RNAs in cancer progression"

Fyrirlestrarnir fara fram á ensku

Á milli fyrirlestra verða ferðastyrkir haustmisseris 2009 afhentir. Starf SKÍ er styrkt af Gróco, Astra-Zeneca og Novartis.
Allir eru velkomnir!


Rannsóknir Darwins á vitsmunalífi mannsins

Þann 31. október mun Joe Cain halda erindi er nefnist Rannsóknir Darwins á vitsmunalífi mannsins. Í erindinu verður fjallað um rannsóknir Darwins á manninum, sérstaklega rannsóknir á þróun „æðri vitsmuna“, eiginleika sem einkenna manninn og aðgreina hann frá dýrum. Útlistun á þróun þessara eiginleika var eitt erfiðasta vandamálið sem Darwin stóð frammi fyrir í rannsóknum sínum. Það hefur æ síðar vafist fyrir vísindamönnum og jafnframt heillað þá. Dr. Joe Cain mun á aðgengilegan hátt varpa ljósi á tilraunir Darwins til að skýra viðfangsefnið.eema2.jpg

Myndin er ekki af Joe Cain. Um er að ræða mynd frá nítjándu öld sem sýnir svipbrigði, já og putta.

 

Joe Cain er dósent í sögu og heimspeki líffræðinnar við Department of Science and Technology Studies við University College í London. Í rannsóknum sínum hefur hann einkum beint sjónum að sögu þróunarfræðinnar, sögu vísinda í Bandaríkjunum og rannsóknum á sögu náttúrufræða. Joe Cain er einnig sérfræðingur í Darwin, Darwinisma og vísindasagnfræði.

Erindið er hluti af fyrirlestraröð í tilefni 200 ára afmælis Charles Darwin sem fram fer nú á haustmánuðum. Upplýsingar um fyrirlestrana má nálgast á slóðinni darwin.hi.is. Erindið er öllum opið og verður flutt á ensku.

31. október 2009, kl. 13:00, hátíðarsal, aðalbyggingu Háskóla Íslands.

Sjá einnig fyrri færslu. Athugið, titli fyrirlestursins upp á íslensku var breytt til samræmis við áherslur erindisins.

Þeir sem hafa áhuga á þessu erindi gætu einnig haft áhuga á erindi Hrefnu Sigursjónsdóttur og Sigurðar Snorrasonar um þróun atferlis, sem verður einnig hluti af líffræðiráðstefnunni 2009.


Breyskir vísindamenn

Vísindi eru iðkuð af fólki. Fólk gerir mistök og fremur glæpi. Kjarni hinnar vísindalegu aðferðar eru skýrt afmarkaðar tilgátur, sem spá fyrir um ákveðin fyrirbæri (t.d. að ef þú tekur koltvíldi úr lofti þá muni planta deyja). Það er mikilvægt að...

Erindi: Mús í kerfi

Fræðileg líffræði hefur gengið í gegnum mismunandi skeið, og tekist á við margskonar fyrirbæri. Stofnerfðafræðin var örugglega fyrsta grein líffræðinnar sem tók stærðfræði í sína þjónustu, en síðan þá hafa stærðfræðilíkön verið notuð til að rannsaka allt...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband