29.10.2009 | 10:47
Að vera með gen, og vera ekki með gen...
....það er alls ekki spurningin.
Gallar á genum geta verið margskonar, skipti á bösum, innskot eða úrfelling eins eða fleiri basa sem og brot á litningnum sjálfum (sem getur hlutað sundur gen). Það er hins vegar mjög sjaldgæft að heilu genin gufi upp.
Samt er það til siðs að segja að fólk hafi ekki ákveðin gen. Nýjasta dæmið er frétt á vísi.is eftir Atla Steinn Guðmundsson undir fyrirsögninni Umferðargenið er fundið. Atli er með leiftrandi háðskann stíl en á það til að bulla.
Nú þýðir sem sagt ekkert lengur að vera að blikka þá sem aka á 50 á vinstri akrein, geta ekki með nokkru mótið bakkað í stæði og eru heila mínútu að koma sér af stað eftir að græna ljósið er komið. Þeir hafa einfaldlega ekki umferðargenið.
Þetta orðalag er sem söngur afkvæmis yakuxa og Bjögga Halldórs í mínum eyrum (hryllingur sem sagt). Réttara væri að segja að breytileiki í viðkomandi geni hafi áhrif á ökuhæfileika.
Eftir 5 mínútna heimildaleit kom í ljós að rannsóknin sem um ræðir var gerð á 29 bandaríkjamönnum, 22 með eina útgáfu af geninu 7 með aðra. Munurinn á gerðunum er ein amínosýra, ekki það að einn sé með genið og annar ekki.
Að auki, með svo litla sýnastærð jaðrar það við kraftaverk að niðurstöðurnar séu marktækar.
Ítarefni:McHughen o.fl. BDNF Val66Met Polymorphism Influences Motor System Function in the Human Brain. Cereb Cortex. 2009 Sep 10. [Epub ahead of print]
Af www.news-medical.net Gene variant may be the cause for bad driving: UC Irvine neuroscientists
Vísindi og fræði | Breytt 30.10.2009 kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2009 | 09:43
Líffræðiráðstefnan 2009
Í tilefni af 30 ára afmæli Líffræðifélags Íslands og 35 ára afmælis Líffræðistofnunar háskólans verður haldin ráðstefna dagana 6. og 7. nóvember 2009.
Taugastilkur sem tengir augnbotn við heilabú ávaxtaflugu, myndina tók Sigríður R. Franzdóttir.
Íslenskir líffræðingar stunda öflugar rannsóknir á mörgum sviðum líffræði, læknisfræði og umhverfisfræði. Á líffræðiráðstefnunni 2009 verða 105 erindi sem lýsa til að mynda rannsóknum á þróun þorskstofnsins, lífríki Surtseyjar, smádýrum sem lifðu af ísöldina og tvíkynja hesti. Í sérstökum yfirlitserindum verður fjallað um framfarir í mannerfðafræði, vistkerfi norðurslóða, þroskun taugakerfisins, mikilvægi náttúruverndar og þróun atferlis. Vísindafólk úr fjórum íslenskum háskólum, fjölda stofnana og náttúrufræðisetra, sem og íslenskir vísindamenn sem starfa erlendis munu kynna niðurstöður sínar á ráðstefnunni.
Ráðstefnan fer fram í aðalsal Íslenskrar erfðagreiningar, Öskju Náttúrufræðihúsi HÍ (stofum 132, 131 og 130) og sal Norræna húsins. Setning föstudaginn er kl 8:20 6. nóvember í sal Íslenskrar erfðagreiningar.
Fimm yfirlitserindi verða haldin á ráðstefnunni.
Föstudaginn 6. nóvember:
Samspil plantna og dýra á norðurslóðum - Ingibjörg Svala Jónsdóttir (kl. 8:40 í ÍE)
Erfðir algengra og flókinna sjúkdóma: deCODE verkefnið Unnur Þorsteinsdóttir (kl. 9:20 í ÍE)
Laugardaginn 7. nóvember:
Ferðalög fruma við þroskun taugakerfisins - Sigríður Rut Franzdóttir (kl. 8:40 í 132 Öskju)
Vistkreppa eða náttúruvernd - Hjörleifur Guttormsson (kl. 9:20 í 132 Öskju)
Þróun atferlis - Sigurður S. Snorrason og Hrefna Sigurjónsdóttir (kl. 13:00 í 132 Öskju)
Ráðstefnugjald er kr. 2000 (500 f. nema). Skráningu ber að senda á netfangið liffraediradstefna@mail.holar.is. Þeir sem kynna rannsóknir sínar með veggspjöldum eða erindum eru sjálfkrafa skráðir. Í ráðstefnugjaldi er innifalinn miði á haustfagnað Líffræðifélags Íslands sem haldinn verður 7. nóvember í Gyllta sal Hótel Borgar.
Sjá nánar á heimasíðu Líffræðifélags Íslands, biologia.hi.is.
Vísindi og fræði | Breytt 30.10.2009 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 18:12
Hinn viti borni maður
Vísindi og fræði | Breytt 30.10.2009 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 09:37
Von og væntingar
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó