21.10.2009 | 09:39
Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands
Föstudaginn 23 október verður haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands haldin, í húsi Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1.
Ráðstefnan er til heiðurs Sveini P. Jakobssyni, jarðfræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands, á 70 ára afmæli hans. Flest erindin er flutt af vísindamönnum sem hafa starfað með Sveini eða á sama sviði og hann. Meðal erinda og fyrirlesara verða:
Þættir úr jarðfræði Torfajökuls, flytjandi er Kristján Sæmundsson
Eðliseiginleikar móbergstúffs, flytjandi er Hjalti Franzson
Rennsli Gosefna undir jökli, flytjandi er Snorri Páll Snorrason
Hafsbotnsrannsóknir fyrir Suður- og Suðvesturlandi, flytjandi er Ármann Höskuldsson
Steingervingar og eldgos, flytjandi er Leifur A. Símonarson
Jarðhiti á Vestfjörðum dreifing og uppruni, flytjandi er Haukur Jóhannesson
Dagskráin í heild sinni (pdf) er fáanlega á vef Jarðfræðafélags Íslands
Þeim sem áhuga hafa er bent á að Ólafur Ingólfsson mun fjalla um steingervinga og þróun lífs, á Darwin dögunum 2009, og 6. og 7. nóvember 2009 verður líffræðiráðstefnan 2009.
20.10.2009 | 17:28
Richard Lenski og þarmabakterían
Á vísindi.is er oft fjallað um skemmtilegar nýjungar t.d. í líffræði, eðlisfræði og jarðfræði.
Ég skora á ykkur að kíkja á nýlega umfjöllun um tilraunir Richard Lenskis. Bakteríustofnarnir sem hann hefur fylgst með og gert tilraunir á gefa okkur einstakt tækifæri til að skoða þær erfðafræðilegu breytingar sem verða við þróun lífvera.
Annað megin inntakið í grein Barrick og félaga í Nature er að þróun svipgerðar og arfgerðar fer ekki alltaf saman. Svipgerðin hætti að mestu að þróast eftir 20000 kynslóðir, en samt urðu áfram breytingar á arfgerðinni.
Hinn megin punkturinn er að stökkbreytihraðinn var ekki jafn. Á ákveðnum tímapunkti jókst hann umtalsvert, sem gat þá leitt til hraðari þróunar (með þeim aukaverkunum að slæmar stökkbreytingar hlóðust líka upp).
Við gerðum tilraunum Lenskis skil fyrir ári, með áherslu á þá staðreynd að nýjir eiginleikar geta orðið til í þróun. Hún felur ekki bara í sér breytingar á núverandi eiginleikum, heldur geta nýjungar orðið til vegna mjög einfaldra breytinga á genum. Í þessu tilfelli þróaðist hæfileikinn til að nýta sítrat, efni sem venjulegar kólibakteríur hafa ekkert í að sækja.
Reyndar er ég ekki alveg sammála orðalaginu (þýðingunum) hjá vísindum.is. t.d.
Langlíf tilraun Lenski ...
ætti frekar að vera
Langtímatilraun Lenski...
Annað stirðbusalegt dæmi er
Gena stökkbreytingar í mennskri DNA afritun valda sumum krabbameinum.
líklega er verið að segja að
Stökkbreytingar sem verða við eftirmyndun erfðaefnis (t.d hjá mönnum) getur leitt til krabbameina.
Jeffrey E. Barric o.fl. Genome evolution and adaptation in a long-term experiment with Escherichia coli 2009 Nature
Pistill okkar um tilraunir Richard Lenskis Í skrefum og stökkum
Vísindi og fræði | Breytt 26.10.2009 kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.10.2009 | 15:21
Darwinopterus
Vísindi og fræði | Breytt 26.10.2009 kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2009 | 12:40
Skammtíma og langtíma
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó