Leita í fréttum mbl.is

Steingervingar og þróun lífs

Laugardaginn 24. október munu Ólafur Ingólfsson og Ingibjörg Svala Jónsdóttir halda erindi um vitnisburð steingervinga um þróun lífs á jörðinni. Þó vitnisburður steingervinga sé um margt gloppóttur og mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvar og hvenær mismunandi hópar lífvera komu fram og hvernig þeir þróuðust, gefa steingervingar góða mynd af stærstu dráttunum í sögu lífs.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um elstu þekkta steingervinga og líf í hafinu í árdaga jarðar, uppkomu vefdýra og lífssprenginguna á kambríumtímabilinu. Þá verður stiklað á stóru um landnám og þróun plantna og dýra, aldauðaviðburði (þegar stór hluti lífvera dó út) og þróunarlega svörun lífvera við stórfelldum umhverfisbreytingum (flekahreyfingar og ísaldir). Að síðustu verður fjallað um “lifandi steingervinga” og reynt að svara spurningunni hver sé þýðing steingervinga fyrir sýn okkar á þróun lífsins?

Ice%20margin%20stitchEyjabakkajökull, Ólafur Ingólfsson tók myndina árið 2005. Sjá heimasíðu hans. Jarðfræðin sýnir óumdeilanlega hvernig náttúrulegir kraftar geta mótað land og hafsbotna. Darwin hafði mikinn áhuga á jarðfræði og ekki síst dreifingu steingervinga í jarðlögum.

Ólafur Ingólfsson er prófessor í jarðfræði við Jarðvísindadeild HÍ, og Ingibjörg Svala Jónsdóttir er prófessor í vistfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ. Þau hafa stundað rannsóknir og birt fjölmargar greinar og bókarkafla á sínum fræðasviðum, er snerta jarðsögu og plöntuvistfræði.

Erindið er hluti af fyrirlestraröð í tilefni 200 ára afmælis Charles Darwin sem fram fer haustið 2009.

Dagskrá má nálgast á darwin.hi.is.

Erindið fer fram í stofu 132 í náttúrufræðihúsi HÍ kl 13:00, er öllum opið og verður flutt á íslensku.


Svar GSK og geðfræðsluverkefni

Í framhaldi af umræðu um geðsjúkdóma og þunglyndislyf.

GSK á íslandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem lögð er áhersla á  að lyf eru ekki eina lausnin við þunglyndi, heldur þurfi meðferð einnig að koma til.

Rétt er að minna á að SSRI-lyfin  sem um ræðir eru ekki lausn á þunglyndi, sbr rannsóknir.

Geðfræðsla getur hjálpað, bæði þeim sem þjást að sjúkdómnum og illa upplýstum og stundum fordómafullum almenningi.

„Hvað eigum við að gera ef þau ráðast á okkur“? Þessa spurningu fékk kennari þegar hann undirbjó bekkinn sinn fyrir heimsókn frá fulltrúum Geðfræðslunnar

Þannig hefst grein Steindórs Erlingssonar í Fréttablaði dagsins (14. október 2009). 


Áframhaldandi litningaendar

Við gerðum nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2009 að umræðuefni fyrir viku. Um þau var fjallað í spegli gærdagsins (12 október 2009). Heyra má viðtal við Zophonías O. Jónsson dósent í sameindalíffræði, á vef Rúv. Bendi einnig á athyglisvert viðtal við...

Bæklingurinn dreginn til baka

SSRI-þunglyndislyfin eru lítið betri en lyfleysa, en engu að síður hefur framleiðandinn Glaxosmith-Kline dreift bæklingum þar sem notagildi lyfjanna er hampað og lítið gert úr aukaverkunum þess. Barátta Steindórs J. Erlingssonar hefur skilað þeim árangri...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband