13.10.2009 | 09:00
Styttist í jarðsöguna
24. október næstkomandi mun Ólafur Ingólfsson jarðfræðingur og Ingibjörg Svala Jónsdóttir líffræðingur flytja erindi um steingervinga og þróun lífs.
Erindið er hluti af fyrirlestraröð í tilefni 200 ára afmælis Charles Darwin og þess að 150 ár eru liðin frá útgáfu Uppruna tegundanna.
Efni fyrirlestursins verður kynnt hér bráðlega.
![]() |
Risa-risaeðlufótspor í Frakklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2009 | 15:49
Er síþreyta vegna veirusýkingar?
Síþreyta (chronic fatique syndrome) er reglulega dulafullur sjúkdómur. Hingað til hefur enginn þáttur fundist sem eykur líkurnar á sjúkdómnum.
Lombardi og félagar birtu í síðustu viku grein sem sýnir að ákveðin víxlritaveira (retrovirus) úr nagdýrum (xenotropic murine leukemia virus-related virus: XMRV) finnst í stórum hluta einstaklinga með síþreytu (67%), en rétt um 4% einkennalausra.
Veira þessi hefur einnig verið bendluð við blöðruhálskirtilskrabbamein i músum, og í því samhengi er forvitnilegt að tíðni krabbameina virðist vera hærri hjá einstaklingum með síþreytu.
Reyndar hefur því áður verið haldið fram að tilteknar veirur valdi síþreytu, en þær kenningar hafa verið hraktar. Vísindasamfélagið er því eðlilega tortryggið á niðurstöðu Lombardi og félaga. Það er þó XMRV tilgátunni til stuðnings að niðurstöður annars rannsóknarhóps undir stjórn Johns Coffin (flott nafn ekki satt!) eru á sama veg.
Því miður er á þessu stigi fullsnemmt að spá fyrir um mögulega meðferð og smitleiðirnar eru óþekktar.
Ítarefni:
Lombardi o.fl 2009 Detection of an Infectious Retrovirus, XMRV, in Blood Cells of Patients with Chronic Fatigue Syndrome October 8, 2009 Science DOI: 10.1126/science.1179052
Umfjöllun Sam Kean í Science Chronic Fatigue and Prostate Cancer: A Retroviral Connection? Science 9 October 2009: ol. 326. no. 5950, p. 215 DOI: 10.1126/science.326_215a
Pistill Denise Grady í New York Times Virus Is Found in Many With Chronic Fatigue Syndrome
9.10.2009 | 13:38
Óður til fáránleikans
9.10.2009 | 08:44
Nýr heilbrigðisráðherra er vanhæfur
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó