Leita í fréttum mbl.is

Forfaðir eða frænka

Nýrri tegund mannapa er lýst í Science vikunnar.

Ardipithecus ramidus var samkvæmt aldursgreiningu uppi fyrir um 4.4 milljónum ára, og svipar henni sterklega til leifa forfeðra nútímamannsins. Til viðmiðunar er talið að menn og simpansar hafi aðskilist fyrir um 6 milljónum ára.

Talið er að Ardi, eins og beinagrindin er kölluð, sé nær því að vera forfaðir mannsins en ættingi. Þróunartréð er þess eðlis að beinir forfeður einhverra tegundar, eins og okkar, eru mjög fáir. Eins og þegar maður rekur sig eftir stofni trés frá einu laufblaði niður í rót, eru margar aðrar greinar og bolir sem eru þá ekki af sama "meiði". Fyrir ættartré mannapa teljast tegundir þá þeim greinum frændur frekar en beinir forfeður. ArdiScience2009

Charles Darwin og Alfred Wallace settu fyrstir fram hugmyndina um þróun vegna náttúrulegs vals. Hin aðal hugmynd þróunarkenningarinnar er að allar tegundir á jörðinni eru skyldar, að þær raði sér í þróunartré. Hægt er að prófa tilgátur um skyldleika tegunda, t.d. var prófað hvaða tegundum Ardi líkist mest. Þannig var hægt að hafna því að Ardi hafi verið górilla, Homo sapiens, simpansi eða Neanderthalsmaður. Það er hins vegar ekki hægt að hafna því að Ardi sé skyld manninum, og jafnvel að hún sé forfaðir okkar.

Í tilefni afmælis Darwin verður haldin röð fyrirlestra um þróun og fjölbreytileika lífsins. Á morgun verður t.d. fyrirlestur um uppruna lífsins (kl 13:00 í náttúrufræðihúsi HÍ).

Að síðustu er mikilvægt að muna á öld sístreymis upplýsinga að rannsóknir taka tíma. Leifar Ardi fundust fyrir um 15 árum, og síðan þá hafa margir hópar unnið að rannsóknum á eiginleikum beinanna og borið saman við aðrar niðurstöður. Greinarnar um Ardi sem birtast í Science vikunnar eru 11 talsins.

Ítarefni:

Sérsíða Science um Ardipithecus ramidus 2 október 2009.

Grein Ian Sample í the Guardian Fossil Ardi reveals the first steps of the human race

Carl Zimmer reynir að kynnast Ardi:  Ardipithecus: We Meet At Last


mbl.is 4,4 milljóna ára bein varpa nýju ljósi á þróun mannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talið er að...

Merkilegt hvernig lítil orð geta breytt merkingu setninga.

Kaare Christensen við öldrunarannsóknarstofnun háskólans í suður Danmörku (Danish Ageing Research Centre at the University of Southern Denmark) kannaði gögn um lífslíkur í auðugari löndum.

Samkvæmt rannsókninni hefur meðal lífaldur hækkað stöðugt, og virðist aukningin ekki vera í rénum.

Gert er ráð fyrir því að ef hækkunin heldur áfram þá sé möguleiki á að  "meira en helmingur allra barna sem nú fæðast í auðugum iðnríkjum mun[i] ná 100 ára aldri".

Vandamálið er að um framreikning (extrapolation) er að ræða. Vitanlega geta spálíkön virkað, en það verður að taka tillit til veruleikans. Þó menn hlaupi 100 metra alltaf á styttri og styttri tíma, þýðir það ekki að barnabarn Usain Bolt muni hlaupa 100 metra á 1 sekúndu, eða að einhver tímann geti maður hlaupið þessa vegalengd á engum eða jafnvel neikvæðum tíma.

Liffræðilega spurningin er hvort það séu efri mörk á lífvænleika mannfólks? Niðurstöðurnar sýna að betra atlæti og heilsgæsla hefur tekist að framlengja líf mjög margra. Það eru frábær tíðindi.

Ítarefni

Ágrip yfirlitsgreinar Christiansen og félaga í the Lancet.  Ageing populations: the challenges ahead 374 (9696), bls.  1196 - 1208, 3 okt. 2009.

Jenny Hope í Daily mail, Half of babies born in Britain's affluent homes will live until they are 100 years old

BBC Half of babies 'will live to 100'


mbl.is Helmingur verður 100 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýsköpun - íslensk vísindi

Loksins, loksins umfjöllun um íslensk vísindi í sjónvarpinu. Mörg okkar ólumst upp við þátt Sigurðar Richters og Örnólfs Thorlacius um nýjustu tækni og vísindi. Sá þáttur er einstakur í íslenskri sjónvarpssögu, spannaði árin 1967 til 2004. Sjá ágæta...

Hvernig varð lífið til?

Á morgun, laugardaginn 3 október 2009 mun Guðmundur Eggertsson halda erindi um uppruna lífsins. Guðmundur gaf í fyrra út bók hjá Bjarti, sem heitir Leitin að uppruna lífs, líf á jörð, líf í alheimi (sjá umsögn ). Fyrirlesturinn hefst kl 13:00 og er í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband