2.10.2009 | 09:31
Hvernig varð lífið til?
Á morgun, laugardaginn 3 október 2009 mun Guðmundur Eggertsson halda erindi um uppruna lífsins. Guðmundur gaf í fyrra út bók hjá Bjarti, sem heitir Leitin að uppruna lífs, líf á jörð, líf í alheimi (sjá umsögn). Fyrirlesturinn hefst kl 13:00 og er í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ (gengið inn Norrænahús-megin).
Guðmundur er sérstaklega góður penni og ekki verri fyrirlesari. Ég man sérstaklega eftir því hversu myndrænir og skýrir fyrirlestrar hans í erfðafræði voru. Það er auðvitað mikilvægt, því viðfangsefnið er bæði smásætt og á vissan hátt framandi (eindir á litningum sem hafa áhrif á útlit, með því að afrita streng (DNA) yfir í streng (RNA)). Þetta var fyrir daga skjávarpa og powerpoint. Guðmundur hefur reyndar tileinkað sér þá tækni, m.a. í erindi sem hann hélt um Watson og Crick síðla vetrar.
Guðmundur er ekki feiminn við að slá á létta strengi í kennslu. Hann kippti vanalega með einni eða tveimur vísindaskrýtlum á glæru, og laumaði stundum bröndurum inn í fyrirlestrana. Uppruni lífsins er auðvitað grafalvarlegt mál sem ekki ber að hafa í flimtingum, frekar en lífsbaráttu sóleyjanna og lauslæti partíprótína.
Pistillinn tók örlítið hliðarskref hér, en ég vill hvetja fólk til að koma og hlýða á Guðmund, hann gerir tilgátum um uppruna lífs greinagóð skil.
Fyrirlesturinn er hluti af Darwin dögunum 2009, upplýsingar um aðra fyrirlestra má sjá á darwin.hi.is.
Ítarefni:
Heyra má viðtal sem Björn Berg Gunnarsson og Sævar Helgi Bragason á útvarpi sögu tóku við Guðmund á stjörnufræðivefnum (þáttur 44).
Grein Guðmundar í Náttúrufræðingnum um uppruna lífs (endurprentuð á stjörnufræðivefnum).
Á vísindavefnum: Svar Guðmundar við spurningunni hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna?
og svar Einars Árnasonar við spurningunni hver var fyrsta lífveran á jörðinni?
Vísindi og fræði | Breytt 7.10.2009 kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2009 | 17:47
Síðasta vísindafrétt mbl.is?
Síðan 24 september hefur ekki verið færð til vef ný frétt um tækni og vísindi á vef mbl.is.
Það er tæpt ár síðan visir.is sturtaði niður sinni vísindasíðu, og e.t.v. hefur mbl.is tekið sama kúrs með nýjum ritstjórum.
Vonandi er fréttamaðurinn sem sinnir þessu starfi bara læstur inni á klósetti (hleypið manninum út) eða heima með kvef.
Kannski væri sniðugara að fækka íþróttafréttamönnum um einn, og setja inn einhvern sem getur miðlað vísindalegum framförum af þekkingu og ástríðu?
![]() |
Samgöngumáti framtíðarinnar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2009 | 15:33
Erindi: sýklalyfjaþolnar bakteríur
27.9.2009 | 10:36
Geðröskun og lyfleysa
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó