Leita í fréttum mbl.is

Lífklukka í þreifaranum

Ég hef ekki tíma til að kryfja fréttina til þrautar. Vísa ykkur á BBC þar sem fjallað er um hvernig lífklukka keisarafiðrilda virðist skipta mestu máli fyrir ratvísi þeirra. Fiðrildin fljúga mörg þúsund mílur frá Mexíkó til BNA, ekki svipað og farfuglar gera. Það er ekkert smá afrek fyrir hryggleysingja.

Ef þreifaranir eru fjarlægðir þá fljúga þær stefnulaust. Í ljós kemur að þær eru með lífklukku í þreifaranum. Ímyndið ykkur að vera með lífklukku í einhverjum húðsepa, eyrnasnepli t.d.

Frétt BBC - Butterflies carry 'GPS clock' in their antennae

Antennal Circadian Clocks Coordinate Sun Compass Orientation in Migratory Monarch Butterflies
Christine Merlin, Robert J. Gegear, and Steven M. Reppert Science 25 September 2009: 1700-1704.
Ágætis umfjöllun eftir Charalambos P. Kyriacou - einnig kallaður Bambos (grínlaust, heyrði hann sjálfan segja það!) - Unraveling Traveling Science 25 September 2009: 1629-1630.

Uppruni lífsins eftir viku

Eftir rétta viku, 3 október 2009, mun Guðmundur Eggertsson halda fyrirlestur um uppruna lífsins.

Allar lífverur á jörðinni eru af sama meiði, það vottar innribygging þeirra, DNA, prótínmyndunarkerfi, og efnaskipti. En hvernig varð lífið til? Til að svara þeirri spurningu hafa verið settar fram mjög, mjög, mjög margar tilgátur. Vandamálið er að prófa tilgáturnar, þær þurfa að vera nægilega nákvæmar til að hægt sé að framkvæma tilraunir eða gera athuganir til að sannreyna þær (eða hrekja!).

LeitinAdUpprunaLifsGuðmundur mun fjalla um þessa stærstu spurningu líffræðinnar, og styðjast við að hluta bók sem hann gaf út árið 2008 (Leitin að uppruna lífs, líf á jörð, líf í alheimi - Bjartur). Bókin hefur ekki fengið mikla umfjöllun hérlendis, þrátt fyrir að vera tilnefnd til verðlauna Hagþenkis. Atli Harðarson birti þó lofsamlega umsögn um bókina.

Sjá einnig grein Guðmundar í Náttúrufræðingnum, endurprentuð á Stjörnufræðivefnum.

Erindið verður kl 13:00 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ, stofu 132 og er öllum opið, engin aðgangseyrir.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð í tilefni afmælis Charles Darwins, sjá dagskránna á darwin.hi.is.


Spennandi vísindavaka

Mér þykir rétt að benda fólki á að næstkomandi föstudag 25 september 2009 verður haldin vísindavaka í Hafnarhúsinu. Hún er aðallega hugsuð fyrir ungt fólk, frá 5 og uppúr, en mér sem foreldri fannst einnig mjög gaman að því að skoða allt sem boðið var...

Meira um kvikmyndina um Darwin

Fyrir nokkru ræddum við um að kvikmyndin sköpun (creation) var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Kvikmyndin fjallar um dauða hinnar tíu ára gömlu Annie, og því hvernig foreldrar hennar takast á við sorgina sem fylgir barnsmissinum. Foreldrarnir...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband