Leita í fréttum mbl.is

Sjúkdómurinn er öndunarfærasýking

...bakterían heitir Mycobacterium avium. Ekki eins og sagt var í mbl.is:

Í um 30% af sturtuhausunum var umtalsvert magn af örverum sem tengjast hættulegum lungnasjúkdómi er nefnist mycobacterium avium, (feitletrun okkar)

Eins og rætt er á breska heilbrigðis og félagsvefnum (www.nhs.uk) ættu þessi tíðindi ekki að koma fólki úr jafnvægi. Bakteríur eru alls staðar, og þótt að sumar bakteríur finnist á vissum stöðum frekar en öðrum er engin sérstök ástæða til ótta.

Nokkrir punktar skipta miklu máli í því samhengi.

Það var EKKI sýnt fram á að M. avium úr sturtuhausum auki líkurnar á sýkingu.

M. avium virðist ekki berast með gufum eða lofti, heldur haldast í vatninu.

Það var ekki rannsakað hvort þessi baktería finnist einnig í baðkrönum.

Rannsóknin tók til 45 sturtuhausa í 9 borgumí BNA, þ.e. rannsóknin var lítil og e.t.v. ekki mjög lýsandi.

Ég verð að lýsa því yfir hér með, NHS.uk er nýja uppáhaldssíðan mín.

Ítarefni

Shower heads and lung disease. www.nhs.uk


mbl.is Stórvarasamir sturtuhausar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amerískir kjúklingar

Sköpunarsinnar kvarta oft yfir þvi að vísindamenn séu með ofríki og að sumir þeirra halda því fram að samsæri sé gegn kirkjunni og lífskoðunum hinna trúuðu. Sköpunarsinnar (og jábræður þeirra sem boða vitræna hönnun) staðhæfa að lífverur séu afurð sköpunar og sumir krefjast þess að sköpunarsaga biblíunar sé kennd samhliða þróunarkenningunni í líffræðiáföngum. Líffræðingar og aðrir vísindamenn sætta sig ekki við yfirnáttúrulegar skýringar á fyrirbærum heimsins. Og þeir vilja alls ekki að yfirnáttúrulegar sögusagnir séu kenndar í raungreinum, það væri rétt eins og að leyfa kennslu á hugmyndinni um "vitrænt fall" samhliða kenningum Newtons.

Sköpunarsinnar og aðrir hófsamari fylgismenn þeirra eru sterkur þrýstihópur, sem sækja fram á mörgum vígstöðvum. Þeir reyna að fá kennsluskrám breytt í mörgum fylkjum, sýslum og minni byggðarlögum. Þeir dæla út einblöðungum, ríkulega myndskreyttum áróðursritum, myndböndum og hljóðsnældum (dáldið eins og álvöru nýaldarsinnar!). 

Þeir hafa ekkert til að standa á í fræðilegri umræðu, allar staðhæfingar þeirra hafa verið hraktar lið fyrir lið. Að auki falla þær allar á fyrsta þröskuldi, þeirra hugmyndir leyfa yfirnáttúrulegt inngrip í náttúruna, nokkuð sem vísindamenn hafa hafnað í 150 ár.

Barátta sköpunarsinnanna er ekki vísindaleg í eðli sínu, heldur samfélagsleg og e.t.v. pólitísk. Þetta er spurning um áhrif og "sálir", ekki sannleika eða framfarir. Markmiðið er ekki að sigra í fræðilegri umræðu, heldur slá ryki í augu fólks til að það haldi að einhver vafi sé á sannleiksgildi þróunarkenningarinnar (og þar með vonast þeir eftir því að allir komi hlaupandi í kirkjuna).

Ástæðan fyrir þessum pistli eru þau tíðindi að enginn dreifingaraðilli hafi fundist fyrir kvikmynd um æfi Darwins. Ástæðan er sögð vera sú að Bandaríkjamenn séu of viðkvæmir fyrir efninu. Ég myndi aldrei staðhæfa að þetta sé merki um ofsóknir gegn vísindunum, en undirstrika að slagurinn er ekki fræðilegur heldur pólitískur. 

Ítarefni:

Kenningar Darwins þykja of eldfimar visir.is

Charles Darwin film 'too controversial for religious America' Anita Singh, Daily Telegraph.


Lífsins tré

Fjölbreytileika lífvera má útskýra með aðlögun þeirra að umhverfinu og þeirri staðreynd að þær eru allar af sama meiði. Tilgátan um lífsins tré var í upphafi studd upplýsingum um útlit lífvera, innri byggingu og lífeðlisfræði. Raðgreiningar á prótínum og...

Baktería ekki Giardia

Myndin sem fylgir fréttinni er af frumdýrinu Giardiu, ekki af bakteríu. mbl.is hefur áður gert svipuð mistök , nema hvað þá var því haldið fram að Giardia væri baktería . Þó að mistökin þar hafi legið í þýðingu, er mikilvægt að hafa manneskju í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband