Leita í fréttum mbl.is

Klónaðir bananar

Velflestar bananaplöntur sem ræktaðar eru í heiminum hefur verið fjölgað með græðlingum, en ekki með fræi. Vísindamenn hafa lengi varað við hættunni af þessu, því slík einræktun veldur því að lítill breytileiki finnst í stofninum. Ef enginn breytileiki er til staðar þá er allur stofninn í hættu, ef pestir ná fótfestu.

Þess vegna eru það mjög alvarlegar fréttir að tvær plágur herji nú á bananaekrur í Afríku. Erfðabreytileiki er ekki bara áhugamál þróunarfræðinga og vistfræðinga, heldur lífsnauðsynleg auðlind.

Ítarefni:

Banana diseases hit African crops  Thursday, 27 August 2009

Lack of Sex Life Threatens Banana Crops Steve Conner The Independent July 27, 2001 (af vef national geograpic)


mbl.is Bananauppskera í Afríku í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Api með þrjá foreldra

Við erfum litninga bæði frá móður og föður. Að auki fáum við í umfrymi eggsins prótín, mRNA og það sem mestu máli skiptir hvatbera, orkustöðvar frumunnar. Hvatberarnir eru sérstakir að því leyti að þeir eru með sinn eigin litning, sem í okkur innheldur nokkra tugi gena. Með því að skoða byggingu þessara gena og bera saman við gen annara lífvera er augljóst að uppruni hvatbera er í samruna alfa-protobakteríu og við forföður allra heilkjörnunga (þ.e. dýra, plantna og sveppa). 

Gallar í starfsemi hvatbera geta verið mjög hættulegir, m.a. vegna þess að þá fá frumurnar ekki nægilega orku. Samkvæmt frétt the Guardian, þá hafa gallar í erfðamengi hvatbera verið bendlaðir við sykursýki, vöðvarýrnun og heyrnartap.

Hópur vísindamanna í Oregon undir stjórn Shoukhrat Mitalipov hefur nú náð að skipta um hvatbera í eggjum rhesus apa. Það þýðir, eins og fyrirsögnin ber með sér, að einn api geti átt þrjú foreldri. Ef móðirin ber gallaða hvatbera, er hægt að hreinsa þá út og setja inn heilbrigða hvatbera úr gjafa. Rannsóknin birtist á vefsíðu Nature nú í vikunni.

Vitanlega mun þetta endurvekja umræðu um hvað sé réttlætanlegt í erfðaskimunum og hvort verjanlegt sé að klóna fólk. Við munum líklega ræða þetta í mannerfðafræðinámskeiðinu sem kennt er í haust.

Ég vil minnast á tvennt í lokin, eitt mikilvægt og annað síður.

Þrátt fyrir að hvatberar beri 37 gen finnast 3000-4000 mismunandi prótín innan þeirra. Það gefur auga leið að genin sem skrá fyrir flestum þessara prótína eru í kjarna, á venjulegum litningum sem við fáum frá pabba og mömmu. Það þýðir að margir erfðagallar sem hafa áhrif á hvatbera liggja í raun í kjarnagenum (nokkuð sem nemarnir í mannerfðafræði í fyrra áttu í miklu basli með!). Aðferðin sem Mitalipov og félagar þróuðu mun ekki gagnast í þessum tilfellum.

Það er vitanlega hjóm eitt að minnast á þetta, en ég get sagt með stolti að hópurinn minn tók þátt í rannsókn með Mitalipov og félögum á stofnfrumum úr rhesusöpum. Rannsóknin hefur ekki enn komið út, en ég mun örugglega lýsa henni fjálglega og með gífuryrðum þegar það verður.

Ítarefni:

The monkeys with three parents that could stop mothers passing on incurable diseases

Masahito Tachibana og fleiri Mitochondrial gene replacement in primate offspring and embryonic stem cells Nature 26 August 2009 | doi:10.1038/nature08368


Haustdagar Darwins 2009

Charles Darwin og þróun hafa nokkrum sinnum verið til umræðu á síðu þessari. Fyrir utan brennandi áhuga minn á þróun og öðrum lögmálum og undrum lífræðinnar hefur ástæðan einnig verið sú að í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu Darwins. Að auki verða nú í...

Tilurð tegunda

Næstkomandi laugardag munu Peter og Rosemary Grant halda erindi um finkurnar á Galapagos (13:00 laugardaginn 29 ágúst, í hátíðarsal HÍ - aðalbyggingu). Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð í tilefni afmælis Charles Darwin (sjá darwin.hi.is ). Þar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband