Leita í fréttum mbl.is

Haustdagar Darwins 2009

Charles Darwin og þróun hafa nokkrum sinnum verið til umræðu á síðu þessari. Fyrir utan brennandi áhuga minn á þróun og öðrum lögmálum og undrum lífræðinnar hefur ástæðan einnig verið sú að í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu Darwins. Að auki verða nú í nóvember 150 ár liðin frá því að bók hans Um uppruna tegundanna...kom út.

DarwinVeggspjaldAð því tilefni höfum við ásamt góðu fólki staðið fyrir margskonar viðburðum (sjá darwin.hi.is).

Nú í haust verður haldin fyrirlestraröð sem spannar allt frá þróun kynæxlunar, til uppruna lífs, öldrunar og leyndardóma jarðsögunnar. Í sumar fengum við forsmekk með erindi Monty Slatkin um Neanderthalsmanninn. 

Fyrsti fyrirlestur haustsins verður erindi Peter og Rosemary Grant um finkur Darwins (13:00 laugardaginn 29 ágúst). Aðrir fyrirlestrar í röðinni verða auglýstir hér, en full dagskrá er eftirfarandi.

6 júlí - Montgomery Slatkin - Neanderthalsmaðurinn: erfðamengi og stofnerfðafræði

29 ágúst - Peter og Rosemary Grant - Finkur Darwins og þróun

3 október - Guðmundur Eggertsson - Uppruni lífsins*

24 október -  Ólafur Ingólfsson og Ingibjörg Svala Jónsdóttir - Steingervingar og þróun lífs

31 október - Joe Cain - Kenning Darwins*

7 nóvember - Hrefna Sigurjónsdóttir og Sigurður Snorrason - Þróun atferlis

14 nóvember - Einar Árnason - Náttúrlegt val vegna fiskveiða*

21 nóvember - Hafdís Hanna Ægisdóttir - Lífríki og þróun á eyjum

28 nóvember - Linda Partridge - Þróun og öldrun*

5 desember - Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir og Bjarni K. Kristjánsson - Tegundamyndun

12 desember - Snæbjörn Pálsson - Þróun kynæxlunar

*Ekki eru komnir endanlegir titlar á alla fyrirlestrana, en við tilgreinum megin rannsóknarviðfangsefni viðkomandi vísindamanna.

Fyrirlestraröðin er styrkt af mörgum aðillum sem við erum ævinlega þakklát.

Menntamálaráðaneytið

Rektor Háskóla Íslands

Líffræðistofnun HÍ

Líf og umhverfisvísindadeild HÍ

Rannsókna og fræðasetur HÍ á vestfjörðum

Líffræðifélag Íslands

Vísindafélag íslendinga

Gróco ehf

Landbúnaðarháskóli Íslands

Hólaskóli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Spennandi flest allt.

Veistu eitthvað um efnistök Guðmundar Ingófssonar í 'Uppruna lífs'?  Hef lesið samantekt Nick Matzke um abiogenesis og rakst nýlega á rannsóknir Jack Szostak sem mér sýnist spennandi, ef ég skil þær rétt.

Arnar, 27.8.2009 kl. 14:07

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Guðmundur mun líklega fylgja þeirri línu sem hann tók í bók sinni,  Leitin að uppruna lífs. Líf á jörðu, líf í alheimi.

Ég hef aðeins fylgst með þessum fræðum en ég treysti Guðmundi best til að gera þessu skil.

Arnar Pálsson, 27.8.2009 kl. 14:15

3 identicon

Um að gera að bjóða Mofa með á þetta. Hann er svo rosalega hrifinn af Darvin.

Þorvaldur (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 15:58

4 Smámynd: Arnar Pálsson

Snæbjörn Pálsson kynnti fyrirlesturinn og röðina í samfélaginu í nærmynd í dag (fimmtudaginn 27 ágúst 2009).

http://dagskra.ruv.is/ras1/4416384/2009/08/27/

Arnar Pálsson, 27.8.2009 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband